Hæstiréttur samþykkti að fjalla um mál manns sem dæmdur var í landsrétti fyrir kynferðisbrot

Sjaldgæft er að Hæstiréttur taki til meðferðar sakamál eftir að hlutverki dómsins var breytt á síðasta ári og er beiðni um áfríun flestum hafnað.

Þrátt fyrir það hefur hæstiréttur fallist á að fjalla um mál manns sem dæmdur var í Landsrétt fyrir að brjóta gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að karlmaðurinn sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot gegn konunni sem og blygðunarsemis- og barnaverndarbroti gagnvart syni sínum hafi talið dóm Landsréttar rangan þar sem sekt hans væri ósönnuð.

Ákæruvaldið taldi refsinguna hins vegar of væga og var sótt um áfríun úr tveimur áttum í málinu.