Hækkanir á nýju ári

Tíma­mótum fylgja oft breytingar og hvort þær séu af hinu góða eða slæma er vandi að spá. Lík­legt þykir þó að fáir taki hækkandi verð­lagi fagnandi. Með nýju ári koma í ein­hverjum til­fellum nýir verð­miðar en svo virðist sem árið 2020 verði ívið dýrara en árið á undan.


Einka­bíllinn dýrari í rekstri


Elds­neytis­gjöld hafa á­hrif á líf flestra Ís­lendinga dag­lega og mega lands­menn búast við hærra gjaldi nú en fyrir ára­mót. Bensín­gjöld hækkuðu um 1,85 krónur á lítra og olíu­gjald hækkaði úr 62,85 krónur í 64,40 krónur á lítra.

Kol­efnis­gjald hækkar um tíu prósent á lítrann bæði hvað varðar bensín og olíu.

Bif­reiða­gjöld hækkuðu um 2,5 prósent á nýja árinu og Úr­vinnslu­gjald á öku­tæki hækkaði úr 350 krónum í 900 krónur.


Sektir hækka


Um­ferða­sektir hækka einnig svo um munar og munu þau sem fremja um­ferðar­brot þurfa að greiða fyrir það dýrum dómum. Sekt fyrir að keyra gegn rauðu ljósi hækkaði um 20 þúsund eða úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund krónur.

Þá var há­marks­sekt fyrir ölvunar­akstur hækkuð úr 210 þúsundum yfir í 270 þúsund.


Vöru­hækkanir


Mjólkur­vörur hækka um 2,5 prósent og fór lág­marks­lítra verð á mjólk til bænda úr 90,48 krónum í 92, 74 krónur.

Á­fengis- og tóbaks­gjald hækkaði um 2,5 prósent.


Ríkið rukkar meira

Nef­skattur Ríkis­út­varpsins hækkar úr 17.500 í 17.900.

Leik­skóla­gjöld hjá Reykja­víkur­borg hækkuðu um 2,5 prósent.

Strætó hækkaði far­gjöld um 2,3 prósent, og er stakt far­gjald á 480 krónur.

Stakt gjald í sund hækkaði úr 1.000 krónum í 1.030 krónur. Fjallað var um ofan­greindar gjald­skrár­hækkanir í helgar­blaði DV.