Gunnar birgisson ráðinn: „ég fór í tékk hjá lækni“

Gunnar Birgisson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er ekkert á leiðinni að hætta eins og leit út fyrir þegar hann hætti sem bæjarstjóri Fjallabyggðar mánaðamótin nóvember/desember. Tilkynnti Gunnar að hann hefði látið af störfum vegna heilsubrests. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að þingmaðurinn fyrrverandi sem eitt sinn gegndi stöðu bæjarstjóra Kópavogs hafi verið ráðinn sveitarstjóri í Skaftárhreppi.

Ráðning Gunnars er tímabundin í tvo mánuði þar sem Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri er í veikindaleyfi.  Gunnar tekur við af Evu Björk Harðardóttur en hún hefur gengt stöðunni frá áramótum.

Í samtali við Morgunblaðið segir Gunnar:

 „Ég fór í tékk hjá lækni og heilsan er góð. Fyrir austan eru næg verkefni eins og jafnan í rekstri sveitarfélags, en þarna kem ég inn sem ráðgjafi meðan sveitarstjórinn er leyfi.“