Guðni dansaði og söng með „Ég er kominn heim“ – Myndband

Guðni dansaði og söng með „Ég er kominn heim“ – Myndband

Guðni Th. Jóhannesson hrósar í dagbókarfærslu sinni björgunarsveitarfólki fyrir störf sín á Flateyri. Þá sótti hann samverustund vegna flóðanna. Þar hélt Guðni ræðu og sagði meðal annars:

 „Við búum í harðbýlu landi. Við höfum búið í harðbýlu landi í meira en þúsund ár og við erum ekki á förum, sjálfstæð þjóð og dugleg, þrjósk og það hefur komið sér vel. Við höfum þurft að þola hvers kyns hamfarir og slys, skriðuföll og snjóflóð, jarðskjálfta og jarðelda, mannskaða á sjó og landi. Hafið og fjöllin geta valdið miska og sorg, en hafið og fjöllin laða sömuleiðis. Eða er það kannski fólkið ‒ fólkið á þessum stað? Já, það er fólkið á þessum stað – fólkið á Flateyri, fólkið í Súðavík og annars staðar vestra, fólkið hér syðra, fólkið um allt land. Samstaða og samkennd fleytir okkur svo langt. Við búum í harðbýlu landi, já, en landið er líka ljúft, eins og mannfólkið að fornu og nýju. Ein elsta rúnarista sem fundist hefur hér er nær þúsund ára gömul. Þar má greina eitt orð vel. Það orð er ást.“

Þá fór Guðni til Danmerkur og fylgdist með handboltalandsliðinu sigra Portúgal á Evrópumótinu í handknattleik.

„Fátt er eins hressandi og þegar Kári Kristján „Heimaklettur“ hefur mann á loft í gleði og fjöri að sigurleik loknum,“ segir Guðni og bætir við:

„Ætíð yljar það manni um hjartarætur að kyrja lag Óðins Valdimarssonar, „Ég er kominn heim“, í leikslok.“ Guðni setur einnig hlekk á myndskeið frá fimmtugsafmæli hans en þar má sjá Fjallabræður syngja lag Óðins á Bessastöðum og Guðni og Eliza kona hans dansa og syngja með.

Nýjast