Guðmundur: „Vertu bara nógu mikill asni“

Guðmundur: „Vertu bara nógu mikill asni“

„Eitt helsta einkenni, og jafnframt það bagalegasta, á stjórnmálum okkar daga er þetta: Ef þú ert nógu mikill rugludallur og helst dóni líka sem skeytir engu um sannleika eða rök, geturðu verið nokkuð viss um að þú eigir góðan sjens á að ná í um það bil 20% fylgi í kosningum, jafnvel meira. Slíkt fylgi er nóg til að hafa veruleg áhrif í vestrænum lýðræðisríkjum.“

Svona hefst grein eftir Guðmund Steingrímsson í Fréttablaðinu í dag þar sem hann skrifar um stjórnmál samtímans. Hann segir að margir stjórnmálamenn hafi uppgötvað að það sé vænlegt til árangurs að vera rugludallur og helst dóni til að fá fylgi.

„Ákaflega margir stjórnmálamenn víða um lönd hafa uppgötvað þetta, m.a. leiðtogi hins frjálsa heims svokallaður. Hann finnur sífellt nýja botna í málf lutningi sínum, eins og við sáum dæmi um í liðinni viku þegar rasistagarg hans á Twitter ómaði um heimsbyggðina. Yfirgengilegur dónaskapur Trumps nýtur fylgis um 20% kosningabærra Bandaríkjamanna, held ég að megi óhikað Stjórnmál og asnaskapur áætla. Það getur nægt til sigurs í kosningum þar sem innan við helmingur mætir á kjörstað.“

Segir Guðmundur og bendir á að í Bretlandi hafi menn einnig uppgötvað þetta og hafi náð að skapa glundroða sér í hag að undanförnu. Þá líti út fyrir að hér á landi séu sumir að leika þennan leik.

„Dónaröfl á Klausturbar skilar árangri. Virðingarleysi fyrir staðreyndum í f lóknum deilumálum líka. Í rauninni er þetta mesta nýjungin í stjórnmálakænsku á síðari árum. Vertu bara nógu mikill asni.“

Segir Guðmundur um þessa þróun mála.

Hann segir að nokkrar ástæður geri að verkum að þetta virkar og nefnir þar með fáránlegum yfirlýsingum og skeytingarleysi til heilbrigðrar skynsemi séu verulegar líkur á að hægt sé að ná til óánægjufylgis. Einnig virki asnaskapur vel í því offlæði upplýsinga og ákveðnu afstæði sem ríkir um staðreyndir. Þá skipti almennt vantraust almennings í garð stjórnmála miklu máli. Samband kjósenda og stjórnmálamanna sé í rúst.

„Það eru frábær tíðindi fyrir rugludalla. Í kringumstæðum þar sem eiginlega enginn nýtur trausts þurfa stigamenn ekki að hafa áhyggjur af trausti. Enginn er verri en hver annar. Nógu mikil athygli nægir til árangurs.“

Segir Guðmundur og víkur síðan að því sem hann segir alvarlegustu ástæðuna:

„Fjórða ástæðan er líklega sú alvarlegasta. Til er óhemju fjöldi fólks sem einfaldlega trúir rugli. Jörðin er flöt. Evrópusambandið er samsæri. Litað fólk á að fara „heim til sín“. Gróðurhúsaáhrifin eru ekki til.“

Nýjast