Guðmundur gústafsson er látinn

\"\"Guðmund­ur Gúst­afs­son fædd­ist í Reykja­vík 8. mars 1935. Hann lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sól­túni 8. janú­ar 2020. Guðmund­ur gift­ist Mar­gréti Árna­dótt­ur árið 1956 og eignuðust þau fimm börn. Guðmundur var landsliðsmaður í handknattleik en hér á landi lék hann yfir 200 meistaraflokksleiki með Þrótti.

Guðmund­ur ólst upp í Skerjaf­irðinum. Hann var Þróttari af lífi og sál og var sem barn einn af stofn­fé­lög­um Þrótt­ar sem Hall­dór Sig­urðsson og Eyj­ólf­ur Jóns­son stofnuðu. Guðmund­ur iðkaði bæði hand­knatt­leik og knatt­spyrnu strax á fyrstu árum fé­lags­ins.

Guðmund­ur átti yfir 200 leiki með meist­ara­flokk í hand­knatt­leik. Guðmund­ur var fyrsti Þróttarinn til þess að leika með karla­landsliðinu í hand­knatt­leik. Hann tók m.a. þátt í heims­meist­ara­mót­inu í Tékkó­slóvakíu árið 1963. Guðmund­ur átti far­sæl­an fer­il sem spannaði yfir tvo ára­tugi. Guðmund­ur var sæmd­ur gull­merki Þrótt­ar.

Stjórn Þróttar minnist Guðmundar á heimasíðu félagsins. Þar segir:

„Hann lék bæði handknattleik og knattspyrnu með Þrótti, m.a. 19 leiki með meistaraflokki í knattspyrnunni, en á þeim tíma tók það mörg ár að ná þeim fjölda leikja. Hann sneri sér síðan alfarið að handknattleiknum.

\"\"

Þar varði hann mark félagsins í yfir 20 ár og yfir 200 leiki við góðan orðstír svo eftir var tekið og var hann oft valinn í úrvalslið og varð hann fyrstur Þróttara til að vera valinn í karlalandslið Íslands þar sem hann stóð sig með stakri prýði. Guðmundur hefur verið sæmdur gullmerki Þróttar.

Stjórn Knattspyrnufélagsins Þróttar þakkar Guðmundi framlag hans til félagsins og sendir fjölskyldu hans sínar innilegustu samúðarkveðjur.“