Goðsögnin þorvaldur gerir upp ferilinn, frelsunina, sigrana og sonamissinn

Hinn goðsagnakenndi dægurlagasöngvari, Þorvaldur Halldórsson gerir upp ferilinn í einstaklega hispurslausu og persónulegu viðtali við Sigmund Erni sem endursýnt verður á Hringbraut í kvöld klukkan 20:00.

Viðtalið var tekið á núverandi heimaslóðum Þorvaldar á austurströnd Spánar þar sem hann er langdvölum ásamt konu sinni eftir að hafa komist á ellilífeyrisaldur, en óhætt er að segja að samtal þeirra norðanmannanna Sigmundar Ernis, sem var frumsýnt fyrr um jólahátíðina, hafi vakið mikla athygli.

Þar tjáir enda Þorvaldur sig um söngferilinn, freistingarnar, trúna og frelsunina og dimman dal sonamissis sem hefur þó í engu breytt trúfestu hans og lífssýn.