Gert ráð fyrir að eldra fólk hverfi úr samfélaginu: Á ekki að hafa skoðanir eða skipta sér af neinu

Lífið er lag klukkan 20:30 á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut

Gert ráð fyrir að eldra fólk hverfi úr samfélaginu: Á ekki að hafa skoðanir eða skipta sér af neinu

„Það er gert ráð fyrir því að hverfum með einhverjum hætti út úr hinu virka samfélagi.“

Þetta segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins,  í viðtali í þættinum Lífið er lag sem sýndur er á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld. Þar er Styrmir beðinn um að hugsa 30 ár aftur í tímann, þegar hann var sjálfur ungur maður og bera stöðuna saman við daginn í dag. Hafa heldri borgarar þessa lands það betra nú en áður. Styrmir segir:

„Það er fróðlegt að fylgjast með því að sá aldursflokkur sem maður tilheyrir færist smátt og smátt út í jaðarinn í samfélaginu. Það er ekki ætlast til að við séum að skipta okkur af neinu. Það er ekki ætlast til að við séum að hafa skoðanir, og svo framvegis. Það er þetta sem ég hef tekið mest eftir. Það er gert ráð fyrir því að hverfum með einhverjum hætti út úr hinu virka samfélagi.“

Þá segir Styrmir á öðrum stað:

„Ég held að kannski mætti unga fólkið sem núna er að stjórna landinu sýna eldri fólkinu meiri tillitssemi og svolítið meiri athygli en þeir gera.“

Lífið er lag klukkan 20:30 á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld.

Nýjast