Forsætisráðherra gekk grátandi niður úr ræðustól Alþingis í gærkvöldi: Myndskeið

Forsætisráðherra gekk grátandi niður úr ræðustól Alþingis í gærkvöldi: Myndskeið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klökknaði í ræðustólnum á Alþingi í gærkvöldi þegar hún ræddi um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar og Geirfinnsmálinu.

Umræðurnar höfðu staðið yfir í tvær og hálfa klukkustund þegar Katrín Jakobsdóttir hafði svarað athugasemdum þingmanna úr fimm flokkun án þess að nokkur stjórnarþingmaður tæki til máls og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Í lok ræðu sinnar klökknaði Katrín og felldi tár.

Vísir greindi frá því að mikið hafi fyrir þeim Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og stjórnarþingmaðurinn Brynjar Níelsson úr Sjálfstæðisflokknum í umræðunum. Þá baðst Björn Leví afsökunar á ummælum sínum um sýndarmennsku fyrr um kvöldið á meðan Katrín þerraði tárin en þingmenn gagnrýndu í gærkvöldi að málið væri yfirhöfuð til meðferðar hjá alþingi en ekki dómstólum.

Katrín sagðist hlýta mjög skýrum ráðum og að fylgt væri þeirri heildarsýn að allir fimm aðilarnir í málinu nytu jafnræðis. Þá sagði hún málið sannarlega flókið.

„Ég hafði þá trú að þarna gætu stjórnvöld og Alþingi sagt sinn skýra vilja en vissi um leið að ekki væri ólíklegt að þau færu samt fyrir dómstóla. Hér er ekki verið að biðja þingmenn háttvirta um að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlun mín með þessu frumvarpi. Og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp, hér,“ sagði Katrín sem var greinilega í uppnámi þar sem rödd hennar brást og gekk hún úr ræðustólnum með tár í augunum.

Katrín brotnaði saman í lok ræðunnar sem sjá má hér fyrir neðan:

 

 

Nýjast