Fimm ára gömul dóttir sigríðar: „þeir ættu að fá marga, marga, marga peninga. eða ekki peninga, heldur demanta“

Sigríður Karls, heilsuráðgjafi, sat í vikunni með fimm ára gamalli dóttur sinni á miðju Stjörnutorgi. Að sögn Sigríðar átti dóttir hennar að vera í leikskólanum, en í staðinn sat hún með brauðstangarsósu út á kinn og sleikjó í vasanum. 

\"\"

Á meðan þær mæðgur sátu og spjölluðu saman spruttu upp umræður um leikskólakennara dóttur hennar. Sigríður deildi samræðunum á Facebook síðu sinni, Heilbrigð Heilsuráðgjöf, og gaf hún Hringbraut góðfúslegt leyfi til þess að deila þeim með lesendum:

Dóttir: Mamma, af hverju eru kennararnir mínir í verkfalli?
Mamman: Af því þau vilja fá hærri laun.
Dóttir: Mamma, hvað eru laun?
Mamma: Það eru peningar sem maður fær þegar maður vinnur í vinnunni sinni. Eins og konan í ísbúðinni fær líka laun fyrir að afgreiða okkur með ísinn.
Dóttir: Hvað gera kennararnir mínir þá? Eru þeir að vinna? (Ekkert skrýtið að hún spyrji, henni finnst bara kennararnir sínir vera ömmur og frændfólk sem elskar sig).
Mamman: Þeir sannarlega vinna. Þeir passa það dýrmætasta sem við foreldrarnir eigum. Ykkur.
Dóttirin: Eru börn dýrmætara en bíll? Eða hús? Eða fjársjóðskista?
Mamman: Börn eru dýrmætari en allur fjársjóðurinn í heiminum!

Þögn.

Dóttirin: Þá finnst mér að þeir ættu að fá marga, marga, marga peninga. Eða ekki peninga, heldur demanta.

Að lokum hefur Sigríður aðeins eitt að segja: „I rest my case.