Fannst látinn í póllandi

Mateusz Tynski sem hvar í febrúar á síðasta ári, fannst látinn í Póllandi fyrr í mánuðinum. Mateusz var búsettur í Sandgerði en bróðir hans Karol Tynski staðfesti þetta við Fréttablaðið.

Útför Mateusz fór fram í bænum Pyskowice í Póllandi í gær.

Mateusz sem var 29 ára gamall bjó á Íslandi í fjögur ár og var hann ókvæntur og barnlaus.

Síðasta sumar greindi Fréttablaðið frá því að hann hafi síðast sést á flugvellinum í Keflavík þar sem hann var á leið úr landi. Mateusz hafði ekki greint fjölskyldu sinni frá ferðinni sem Karol segir óvenjulegt, enda hafi hann verið í reglulegu símasambandi við fjölskyldu sínu ytra.

Ekki var talið að Mateusz ætti við nein vandræði eða óreglu að stríða og hvarf hans uppgötvaðist ekki fyrr en í maí. Málið var ekki rannsakað á Íslandi þar sem hann var talinn hafa verið farinn úr landi. Hins vegar voru birtar auglýsingar um hvarf hans meðal annars af pólska sendiráðinu.