Fann ástina ekki fyrr en seint og um síðir - og allan pakkann raunar

Magnús Geir Þórðarson, nýráðinn þjóðleikhússtjóri í Mannamáli í kvöld:

Fann ástina ekki fyrr en seint og um síðir - og allan pakkann raunar

Magnús Geir Þórðarson, nýráðinn þjóðleikhússtjóri og einn farsælasti leikhúsmaður landsins er í persónulegu samtali við Sigmund Erni í Mannamáli í kvöld og talar þar meðal annars um hversu seint og um síðir hann náði sér í konu og fjölskyldu.

En þegar það gerðist, kannski vonum seinna, viðurkennir hann fúslega, var það líka veglegur fjölskyldupakki sem fylgdi í kaupbæti, þrjú fósturbörn, tengdasynir, afabarn og svo auðvitað tvö ung börn þeirra Ingibjargar Aspar Stefánsdóttur sem er langþráð eiginkona leikhússmannsins sem lengi fram eftir aldri setti leikhúsið í fyrsta, annað og þriðja sætið, svo kyrfilega raunar að hann hafði ekki tíma fyrir annað.

Hann talar um viðskilnaðinn við RÚV, róttækt breytingaferli í rekstri Leikfélags Akureyrar og Borgarleikhússins, ótrúleg æskuár sem einkenndust af mjög alvarlegri leikhúsbakteríu og svo auðvitað það sem hann ætlar að gera í Þjóðeikhúsinu, nýjasta vettvangi lífs hans, en hann segir einmitt, eftir RÚV-árin, að leikhúsið hafi unnið að lokum, eins og vænta mátti.

Mannamál byrjar klukkan 20:00 í kvöld.

Nýjast