Fallegt en átakanlegt myndband af kobe bryant að dásama dóttur sína nístir inn að beini: „þetta barn, hún er frábær“

Gianna, þrettán ára dóttir Kobe Bryant, stundaði körfuknattleik eins og faðir hennar og þótti mikið efni. Hún lést ásamt föður sínum í þyrluslysi í Kaliforníu í dag. Kobe Bryant var einn besti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar. Er Bandaríska þjóðin slegin sem og körfuboltaaðdáendur um víða veröld. Hann lék allan sinn feril með Los Angeles Lakers. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með liði sínu.

Bryant var eins 41 árs gamall en hann skilur eftir sig eiginkonu, Vanessu Bryant, og þrjár dætur þær Nataliu, Biancu og Capri sem er sjö mánaða gömul.

Fjölmargir minnast Kobe Bryant og dóttur hans á samfélagsmiðlum. Stutt myndskeið sem birt var á Twitter hefur farið sem eldur í sinu á Twitter. Þar má sjá goðsögnina ræða um dóttur sína. Sá sem deilir myndskeiðinu sem er aðeins þrjátíu sekúndur segir:

„Myndskeið af Kobe Bryant að ræða við þáttastjórnandann Jimmy Kimmel um ást hennar á körfubolta  nístir inn að beini og er eitt það sorglegasta sem ég hef séð í lengri tíma.“

\"\"

Í þættinum spyr Kimmel um Gianna og Kobe Bryant svarar:

„Þetta barn, hún er frábær.“ Hann bætir svo við: „Stundum gerist það að við förum út að aðdáendur vilja ræða við mig og hún er þá við hliðina á mér. Þá eiga þeir til að segja:

„Þú verður að eignast son, það verður einhver að halda uppi arfleið þinni og því sem þú hefur afrekað.“

Þá lýsti Kobe Bryant hvernig dóttir hans var vön að bregðast við þegar slíkt gerðist.

„Ég er með þetta, ég sé um það,“ var dóttir hans þá vön að segja galvösk við aðdáendurna. Þá sagði Kobe Bryant að lokum að auðvitað væri það rétt hjá dóttur hans. Hún færi létt með það.

„Já það er rétt hjá þér. Þú ert alveg með þetta,“ var hann þá vanur að segja við dóttur sína.

Hér má sjá myndskeiðið:

 

#KobeBryant talking about his daughter Gianna’s love for the game of basketball with @jimmykimmel is the most heartbreaking thing I have seen in a long long time pic.twitter.com/NnNFG99WLs

— Nick Fineman (@The_FineMan) January 26, 2020