Eyþór og ástríður byrjuð saman: „ástin sigrar“

Eyþór Arnalds, fjárfestir, tónlistarmaður og  oddviti þeirra Sjálfstæðismanna í borginni og Ástríður Jósefína Ólafsdóttir myndlistarkona eru par. Frá þessu er greint á vef Smartlands. Eyþór og Ástríður búa saman í Vesturbæ Reykjavíkur. Í samtali við Hringbraut sagði Eyþór að tíðindin væru rétt.

Eyþór sló fyrst í gegn sem tónlistarmaður en helti sér síðan út í viðskipti og stjórnmál. Ástríður er alin upp á Ítalíu og þykir afar efnilegur myndlistarmaður.

Í samtali við Mannlíf á síðasta ári greindi Eyþór frá því að hann væri skilinn á borði og sæng við þáverandi eiginkonu sína.

„Ég á fjög­ur börn á aldr­in­um tíu til átján ára og þau hafa al­veg fengið að vera í friði,“ seg­ir hann. „Ég vona að sam­fé­lagið virði einka­líf fólks og þá sér­stak­lega barna. Ég er mjög stolt­ur af börn­un­um mín­um og finnst þeim ganga mjög vel í því sem þau eru að gera. Við kon­an mín erum skil­in að borði og sæng þannig að þetta starf mitt hef­ur lítið bitnað á heim­il­is­líf­inu. Það er sama hvert maður fer, það er alltaf ein­hver sem vill ræða mál­in við mann og maður verður að svara hverju sem er, hvenær sem er, hvar sem er.“

Í samtali við Hringbraut staðfesti Eyþór að hann og Ástríður væru par. Eyþór sagði. Hann hefði ekki ætlað sér að auglýsa það sérstaklega en slíkt fréttist. Nokkur aldursmunur er á parinu en Eyþór vildi lítið láta hafa eftir sér um hið nýja samband, nema þetta og það var stutt:

„Ástin sigrar.“