Lögðu niður störf: Starfsmenn yfirgáfu svæðið

Lögðu niður störf: Starfsmenn yfirgáfu svæðið

Starfsmenn Reykjalundar funduðu í morgun með lögfræðingi og varð niðurstaðan sú að þeim er ekki heimilt að sinna störfum án yfirlæknis. Það fá því engir sjúklingar þjónustu á endurhæfingarstöðinni í dag.

Vísir greinir frá því að boðað hafi verið til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu í dag og þangað ætli starfsfólk að fjölmenna og funda með Sveini Guðmundssyni, formanni Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS.

Mikið af breytingum hafa verið á Reykjalundi undanfarna daga en Hringbraut greindi frá því að um mánaðarmótin hafi Birgi Gunnarssyni forstjóra verið sagt upp störfum. Í gær greindi Vísir svo frá því að Magnús Ólason framkvæmdastjóri lækninga og yfirlæknir á Reykjalundi hafi einnig verið sagt upp aðeins fáum vikum eða mánuðum fyrir fyrirhuguð starfslok hans.

Starfsmenn sem hafa tjáð sig um málið telja að deilur um peninga sé að ræða en um 200 manns starfa á Reykjalundi.

Nýjast