Heilsugæslan: Líkamlegar- og félagslegar breytingar með auknum aldri.

Í síðasta þætti af Heilsugæslunni var fjallað um eldri borgara. Það eru margar breytingar sem verða á líkamanum þegar við eldumst og einnig hefur það ákveðin áhrif á félagslífið og félagslega stöðu að hætta á atvinnumarkaðinum. Sérstök heilsuvernd aldraðra er starfandi innan Heilsugæslunnar þar sem einstaklingar geta fengið aðstoð við þessar breytingar.

Í þættinum var einnig farið var í heimsókn í Heilsueflingu Janusar sem er sérstök heilsurækt fyrir 65 ára og eldri, en doktorsverkefni Janusar Guðlaugssonar fjallaði meðal annars um mikilvægi hreyfingar á efri árum og voru niðurstöðurnar skýrar, einstaklingar meta heilsu sína betri ef hreyfingu er markvisst viðhaldið.

Gestir þáttarins voru hjúkrunarfræðingurinn Björk Filipsdóttir og læknirinn Gunnar Þór Jónsson.

Skemmtilegur og fræðandi þáttur sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.