Ástin svífur yfir vötnum þegar Love, nýjasta súkkulaði afurð Omnom, bráðnar í munni

Matarást Sjafnar

Ástin svífur yfir vötnum þegar Love, nýjasta súkkulaði afurð Omnom, bráðnar í munni

Love nýjasta súkkulaðið frá Omnom bráðnar í munni
Love nýjasta súkkulaðið frá Omnom bráðnar í munni

Omnom hefur gefið út nýtt súkkulaði sem heitir einfaldlega Love og það má með sanni segja að ástin svífi yfir vötnum þegar Love súkkulaðið bráðnar í munni. 

Um er að ræða, tvö súkkulaði, svo ólík að í fyrstu virðist ekkert sameina þau, en þegar nánar er litið er það einmitt það sem sameinar þau. Sea Salt Toffee  og Lakkrís + Raspberry, eitt salt og hitt súrt. Þessi tvö súkkulaðistykki eru andstæðir pólar sem ná fullkomnalega saman, rétt eins og litbrigði ástarinnar. Love súkkulaði er tilvalin gjöf til elskenda og þar sem bóndadagurinn er í nánd er upplagt að færa bóndanum súkkulaði sem bráðnar í munni, tjáðu ást þína með súkkulaði.

Sea Salted Toffee  er fullkomið karamellusúkkulaði

Omnom teymið elskar karamellusúkkulaði en segja að búa til hina fullkomu karamellu geti verið snúið. „Við höfum leikið okkur með þessa uppskrift í langan tíma. Til að ná fram karamellubragðinu bökuðum við mjólkina í sólarhring eða þar til að hún tók á sig rjómakenndan karamellukeim sem minnir einna helst á Dulce de leche. Því næst stráðum við yfir súkkulaðið sjávarsalti frá Saltverk til þess að fullkomna bragðið sem við leituðum að. Útkoman er þessi karamellukenndi draumur, Sea Salted Toffee,“ segja súkkulaði sérfræðingarnir í súkkulaðiverksmiðjunni Omnom.

Lakkrís + Raspberry  er dásamlega ljúffenga blanda sem bragð er af

Hvaðan ætli innblásturinn fyrir þetta súkkulaði hafi komið? „Innblásturinn fyrir þetta sérstaka súkkulaði er ekki sóttur úr íslenskri náttúru eða úr framandi hráefnum, heldur af nammibarnum. En það er eitthvað algjörlega einstakt við þessa súru, söltu og sætu blöndu sem er með öllu leyti ómótstæðileg. Við möluðum lakkrísrót og þurrkuð hindber sem við síðan blönduðum saman við lífrænt kakósmjör og úr varð þessi magnaða blanda. Að lokum stráðum við extra mikið af hindberjum yfir til að fanga lakkrís de résistance!. Þetta er Lakkrís + Raspberry,“ segja súkkulaði sérfræðingarnar hjá Omnom og eru einstaklega stoltir af útkomunni enda er bragðið af þessari himnesku blöndu algjörlega ómótstæðilegt og kallar fram súkkulaðiást.

Love línan verður einnig fáanleg í gjafaöskju innan skamms. 

 

 

 

Nýjast