Elliði gagn­rýnir þing­flokk sjálf­stæðis­flokksins harð­lega

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi greinir frá skoðun sinni á nýjustu fylgismælingum Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnun MMR á fylgi við stjónrnmálaflokkana í júní á Facebook síðu sinni.

Segir hann minnkað fylgi við Sjálfstæðisflokkinn ekki koma sér á óvart. Hafi stefnan um orkupakka 3 beinlínis verið áskorun um að fara úr flokknum.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

„Því miður óttaðist ég að júlímæling MMR yrði í þessa átt. Mér hefur enda fundist það vera nánast áskorun á Sjálfstæðismenn að kjósa eitthvað annað þegar fullyrt hefur verið: \"þetta mál, Orkupakki 3, hefur ekki haft áhrif á fylgið\".

Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja Landsfundar,“ segir Elliði í færslu sinni.

Nánar er fjallað um málið í Fréttablaðinu.