Elísabet guðný er látin

Elísa­bet Guðný Her­manns­dótt­ir fædd­ist 16. júní 1928. Hún lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sól­túni 8. fe­brú­ar 2020. Elísa­bet gift­ist 15. janú­ar 1955 Indriða Páls­syni lög­fræðingi. Eignuðust þau tvö börn. Elísabet lét gott af sér leiða í samfélaginu í fleiri ár Hún gekk í Kven­fé­lagið Hring­inn 1974 og var formaður Hrings­ins frá 1991 til 1999. For­manns­ár sín í kven­fé­lag­inu sat hún í stjórn Bygg­ing­ar­sjóðs nýs barna­spítala. Einnig átti hún sæti í rík­is­skipaðri bygg­ing­ar­nefnd Barna­spítala Hrings­ins 1994-1999. Elísabet var sæmd fálkaorðu fyrir magnað starf í þágu barna.

\"\"

Indriði var mátt­ar­stólpi í viðskipta­líf­inu um ára­tuga skeið. Í minningargrein í Morgunblaðinu segir Margeir Pétursson lögfræðingur og stórmeistari í skák:

„Hann var for­stjóri Skelj­ungs í 20 ár og sat 23 ár í stjórn Hf. Eim­skipa­fé­lags Íslands, síðustu sjö árin sem formaður, þar til hann lauk afar far­sæl­um ferli sín­um árið 1999. Þá var hann stór­meist­ari frí­múr­ar­a­regl­unn­ar í tólf ár auk annarra fé­lags­starfa. Elísa­bet var stoð hans og stytta í öll­um þess­um miklu ábyrgðar­störf­um en einnig ráðgjafi hans og fé­lagi.“

\"\"Eft­ir and­lát Indriða flutt­ist Elísa­bet á hjúkr­un­ar­heim­ilið Sól­tún í Reykja­vík.  Elísa­bet var sæmd ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1994 fyr­ir störf sín að heil­brigðismál­um barna. Í umfjöllun Morgunblaðsins frá 29. Nóvember 1994 er fjallað um að Kvenfélagið Hringurinn lofi 100 milljónum í nýjan spítala. Þar er einnig viðtal við Elísabetu. Þar segir meðal annars:

„Það var árið 1942 að Kvenfélagið Hringurinn ákvað að beita sér fyrir að komið yrði uppbarnaspítala í Reykjavík. Þá höfðu Hringskonur afhent ríkinu Kópavoghæli, sem þær höfðu komið upp 1926 fyrir berklasjúklinga. Frá upphafi höfðu þær styrkt Ýmis vandamál komu upp meðan á undirbúningi Barnaspítalans stóð og að lokum samdist svo um að efsta hæðin í gamla Landspítalhúsinu yrði notuð fyrir Barnaspítala fyrst um sinn.

Þegar sú ákvörðun lá fyrir var tekið til óspilltra mála að undirbúa allt sem best, sem tilheyrði „litlu hvítu rúmunum“.

Var deildin opnuð 19. júní 1957 og margra ára draumur Hringskvenna hafði þá ræst. Barnaspítali Hringsins í núverandi mynd var tekinn í notkun 1965 og árið 1971 var Geðdeildin við Dalbraut tekin í notkun, með tilstyrk Hringsins. Auk þessara aðalverkefna hefur félagið fjármagnað kaup á fjölda tækja, sem Barnaspítalinn hefur þurft á að halda. Þá hefur félagið alla tíð veitt margvíslega aðra aðstoð og hjálp eftir því sem geta þess og aðstæður hafa leyft á hverjum tíma.“

Margeir Pétursson tengdasonur Elísabetar segir um þetta magnaða afrek Elísabetar og annarra kvenna í Kvenfélagi Hringsins:

„Elísa­bet átti sinn eig­in glæsta fer­il í því merka kven­fé­lagi Hringn­um. Eft­ir að börn­in flugu úr hreiðrinu gaf hún sig af al­efli í það starf. Man ég vel þegar hún sagði mér að þær Hrings­kon­ur ætluðu að safna 100 millj­ón­um króna til bygg­ing­ar nýs barna­spítala. Ef það tæk­ist gæti ríkið ekki frestað fram­kvæmd­inni. Þetta var svim­andi há fjár­hæð á þeim tíma og mér fannst þetta fjar­stæðukennt mark­mið. En með margra ára vinnu öt­ulla Hrings­kvenna hafðist það að lok­um og spít­al­inn reis. Elísa­bet var sæmd fálka­orðunni en hún leit svo á að Hring­ur­inn væri að fá viður­kenn­ingu, frem­ur en hún sjálf.

Síðustu árin dvaldi hún í Sól­túni við frá­bæra umönn­un. Þótt minnið væri nán­ast farið og hún ætti orðið erfitt um mál kvaddi hún mig og aðra iðulega með und­ur­falleg­um bless­un­ar­orðum og hlý­legu brosi al­veg framundir það síðasta. Blessuð sé minn­ing Elísa­bet­ar Her­manns­dótt­ur.“

\"\"

Útför Elísa­bet­ar fór fram frá Há­teigs­kirkju í dag, 20. fe­brú­ar 2020.