Einn helsti hótelhaldari landsins og hefur byggt upp hótelkeðju með 17 milljarða í eigið fé

Hann er einn helsti hótelhaldari landsins og aðaleigandi stærstu hótelkeðju landsins í einkaeign; Íslandshótela. Við Ólafur Torfason athafnamaður ræðum hið mikla hótelveldi sem hann hefur byggt upp og teygir anga sína um allt land. Eigið fé Íslandshótela er um 17 milljarðar króna og hann rekur 11 Fosshótel víða um land. Á meðal hótela í Reykjavík eru Grand hótel, Centrum í Aðalstræti og hæsta hótel landsins, Fosshótelið við Höfðatorg.

Það sem meira er. Ólafur er athafnamaður af gamla skólanum. Hann fór beint úr Gagnfræðaskóla Kópavogs, 16 ára, að vinna í matvöruverslun föður síns, keypti verslunina 22 ára og var kaupmaðurinn á horninu í nokkur ár. Hann byggði Kaupgarð í Engjahjallanum í Kópavogi og Garðatorg í Garðabæ og fyrir tilviljun opnaði hann sitt fyrsta hótel við Rauðarárstíg 1992; Hótel Reykjavík. Keypti Holiday Inn tveimur árum síðar. Núna eru hótelin orðin 17 og eigið fé Íslandshótela um 17 milljarðar króna.

Saga árangurs og eljusemi. Klukkan 20:30 í kvöld.