Ólína þorvarðar: „ég skaut aldrei tappa úr neinni kampavínsflösku“ - viðtal í 21

Bótagreiðsla úr ríkissjóði upp á 20 milljónir króna til Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, þjóðfræðings sem fékk ekki ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum hefur vakið upp spurningar um hvað liggi á bak við svo hárri upphæð. Af tuttugu umsækjendum um stöðuna þóttu tveir hæfastir. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen og Ólína. Einar var ráðinn.

Ólina fór með málið fyrir úrskurðarnefn jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög. Nefndin hefði ekki getað sannað að Einar væri hæfari. Sönnunarbyrðin væri hjá nefndinni.

Ríkislögmaður mat bótagreiðslu vegna málsins upp á 20 milljónir. Af þeirri upphæð fær Ólína um 13 milljónir vegna skatta og annarra greiðslna. Inni í  bótagreiðslunni séu miskabætur en viðmiðið sem ræður stærstum hluta upphæðinnar er að það er miðað við 18 mánaða laun á kjörum þjóðgarðsvarðar.

„Það skilst mér að sé í samræmi við þau fordæmi sem ríkið hefur sett í sambærilegum málum þegar um er að ræða samkomulag um bætur“.

Hún fór ekki hlæjandi í bankann með peningana og „skaut ekki tappa úr neinni kampavínsflösku“, eins og hún segir sjálf. Málið sé hið ömurlegasta fyrir hana.

Hún nefnir að Þingvallanefnd hafi ráðið öllum málum og ekki metið hennar meiri menntun né tungumálakunnáttu. Hún tali fullkomlega norðurlandamál, dönsku meðan sá sem fékk starfið fékk mörg stig fyrir að vera góður í ensku. Engin krafa hafi verið gerð um að hafa tök á einu Norðulandamáli. Eingöngu að tala ensku til að vera þjóðgarðsvörður.

Um bótagreiðsluna segir Ólína: „Kannski er upphæðin fordæmalaus en fordæmið að miða við 18 mánaða laun hún er þekkt skilst mér“.  Hún útskýrir betur hvað er að baki bótagreiðslunni í viðtali við Lindu Blöndal í þættinum 21 í kvöld. Hún nefnir þar að tuttugu milljóna króna bótagreiðslan nemur fullum átján mánaða launum Þjóðgarðsvarðar.

En hvort hún taki þessu persónulega: “Já að sjálfsögðu, að sjálfsögðu tek ég það”. Enn fremur segir Ólina að hún hafi staðið í sviptivindum í mörg ár og sé reynd á mörgum sviðum eins og í pólitíkinni. “Það er mynd sem hefur verið dregin upp af mér og ég er ekkert eina konan sem lendir í þessu og sérstaklega kona eins og ég og aðrar sem standa fast á sínu. Ég mæti þarna pólitískum fordómum, persónulegum fordómum”, segir Ólína og segir ennfremur að kyn hennar og aldur séu þröskuldur kvenna. Hún vonar að hennar mál verði öðrum konum til hvatningar að sækja rétt sinn.

Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen srem ráðinn var þjóðgarðsvörðu og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.

Þáttinn má sjá í kvöld á Hringbraut. Frumsýndur Kl.21 og endursýndur Kl.23.

Einnig má flakka í tíma í sjónvarpinu og á vefinn verður þátturinn aðgengilegur á morgun, þriðjudag.