Þorgrímur þráinsson: „ég stóð mig ekkert sjálfur"

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari er hjá Lindu Blöndal í þættinum 21.  Þorgrímur hefur skrifað fjölda bóka fyrir börn og unglinga Hann hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1997 og aftur árið 2010.

Þorgrímur ræðir við Lindu Blöndal í þættinum 21 um hvað hann sjái fyrir sér til að auka lestur ungmenna í ljósi nýrrar PISA könnunar.

Umrætt er núna að íslenskum nemendum nái ekki nógu vel lesskilngi.

Þeim nemendum sem ekki ná grunnhæfniviðmiðum lesskilnings hefur fjölgað en rúmlega þriðjungur íslenskra drengja hefur ekki grunnhæfni í lesskilningi. Í heildina eru þeir sem ekki ná viðmiðum 26 prósent. Lesskilningur stúlkna er almennt betri en drengja.

Þorgrímur hefur í áratug farið í skóla gagnfræðinema landsins og talað við ungmenni og hvatt þau til lífs og starfa. Hann segir í viðtalinu í kvöld að aðrar aðferðir þurfi að nýta til að fá börn til að lesa bækur.

Hann segist sjálfur ekki hafa staðið sig vel sem foreldri í að lesa með börnunum sínum heima: „Ég bara játa það, ég stóð mig ekkert sjálfur“, segir Þorgrímur.