„Ef ég neitaði honum barði hann mig eða hélt mér fastri á meðan hann nauðgaði mér“

Sólborg birtir frásagnir þolenda af kynferðisofbeldi í nánum samböndum

„Ef ég neitaði honum barði hann mig eða hélt mér fastri á meðan hann nauðgaði mér“

Sólborg birtir frásagnir þolenda
Sólborg birtir frásagnir þolenda

„Vildi ekki að fyrsta skiptið okkar saman væri þegar ég væri drukkin. Hann reddaði sér þá bara þegar ég var sofnuð.“

Þannig hljómar ein af um þrjú hundruð sögum af kyn­ferðis­of­beldi þar sem ger­endur eru undir tuttugu og fimm ára sem Sól­borg Guð­brands­dóttir afhenti Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur, dóms­mála­ráð­herra í morgun. Hún hafði safnað sögunum síðustu mánuði. Frásagnirnar eru flestar úr nánum samböndum. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Sólborg hefur vakið athygli á alvarleika kynferðisofbeldis og barist gegn ofbeldinu með því að halda úti Instagram-síðunni Fávitar. Þá hefur hún haldið fjölda fyrirlestra í skólum landsins. Vill hún að fræðsla um kynferðisofbeldi verði aukin í skólum landsins sem og í samfélaginu öllu. Sólborg segir í samtali við Fréttablaðið:

„Það er að ó­trú­lega margt ungt fólk verður fyrir of­beldi á grunn- og fram­halds­skóla­aldri og ó­trú­lega margt ungt fólk sem beitir of­beldi, oft án þess að hrein­lega gera sér grein fyrir því.“

Ein sagan sem Sólborg afhenti Áslaugu hljómar svona:

„Hann sann­færði mig líka um að ég gæti ekki hætt með sér því allar vin­konur mínar væru hrifnari af honum heldur en mér og að ég myndi enda vina­laus. Hann kallaði mig hóru, ljóta og mikið meira dag­lega og sagði að ég væri góð­gerðar­mál fyrir sér og ég væri í raun heppin. Ef ég neitaði honum barði hann mig eða hélt mér fastri á meðan hann nauðgaði mér.“

Þá segir Sólborg að Áslaug Arna hafi tekið vel í verkefnið þegar hún tók á móti sögunum. Hún hefur einnig óskað eftir fundum með fleiri ráðherrum og þingmönnum.

„Það er hægt að koma í veg fyrir of­beldi með fræðslu. Of­beldi er ekki eðli­legt á­stand [...] Þessi börn verða fyrir of­beldi og þau eiga betra skilið en að komið sé fram við þau eins og ein­tómar tölur á blaði.“

Önnur frásögn kynferðisofbeldi sem Áslaug fékk afhent hljóðar svo:

„Hann segir við mig: „Ef þú sefur ekki hjá mér þá sýni ég vinum mínum myndir/mynd­bönd af þér."“

Hér má lesa ítarlegt viðtal við Sólborgu á vef Fréttablaðsins.

Nýjast