Dagur gaf stefáni meðmæli: „gangi þér allt að sólu“

Stefán Ei­ríks­son er nýr út­varps­stjóri. mun taka við stöðunni á eftir Magnúsi Geir Þórðar­syni, sem er sjálfur tekinn við sem Þjóð­leik­hús­stjóri. Frá þessu var greint á vef Fréttablaðsins. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Í Reykjavík, greinir frá því að hann hafi gefið Stefáni meðmæli þegar eftir því var leitað. Frá þessu greinir Dagur á Facebook-síðu sinni um leið og hann óskar Ríkisútvarpinu til hamingju með ákvörðunina.

„Stefán Eiríksson er sannarlega fengur fyrir útvarpið og að sama skapi skilur hann eftir sig skarð sem nú þarf að fylla hjá borginni,“ segir Dagur og bætir við:

„Hann hefur verið frábær samstarfsmaður, fyrst sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, síðan sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og síðast en ekki síst sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra. Hann fékk því mín bestu meðmæli þegar eftir því var leitað, enda á Stefán ekki annað skilið.“

Dagur segir að Stefán sé frábær og traustur samstarfsmaður. Þá sé hann leiðtogi og heilsteypt manneskja. Dagir segir að lokum:

„ ... og fjári skemmtilegur í þokkabót. Til hamingju Rúv og gangi þér allt að sólu, kæri Stebbi!“