Ótrúlega skjótur bati Alberts eftir slysið: Birtir uppskriftina að batanum - „Munum að þakka fyrir lífið!“

Ótrúlega skjótur bati Alberts eftir slysið: Birtir uppskriftina að batanum - „Munum að þakka fyrir lífið!“

Albert Eiríksson slasaðist alvarlega í reiðhjólaslysi fyrir þremur vikum, líkt og greint var frá á Hringbraut. Hann þurfti að gangast undir aðgerð enda tvíviðbeinsbrotinn. Þá sagði sambýlismaður hans, Bergþór Pálsson að hjálmurinn yrði ekki notaður aftur, en hjálmurinn líklega bjargað lífi hans, en Albert fékk heilahristing eftir fallið. Slysið átti sér stað á mótum Bústaðavegar og Sogavegar. Á svæðinu var lausamöl með vikri. Albert missti stjórn á hjólinu þegar hann fór yfir mölina og steyptist á höfuðið. lausamöl getur reynst hjólreiðafólki lífshættulegt. Bergþór Pálsson, sambýlismaður Alberts sagði eftir slysið: „Munum að þakka fyrir lífið!“

Albert tjáir sig á heimasíðu sinni. Þar segir hann:

„Í dag eru þrjár vikur síðan ég lenti í reiðhjólaslysi og tvíviðbeinsbrotnaði. Strax og ég náði sæmilega áttum var ég staðráðinn í að taka þetta föstum tökum; Að hjálpa líkamanum eftir fremsta megni að láta beinið gróa fljótt og vel.“

Albert greinir frá því að næringarfræðingur sem hann þekki hafi oft hvatt hann til að taka kollagen prótein eftir fjallgöngur og æfingar. Albert kveðst hafa farið eftir ráðleggingunum og segir að batinn hafi verið ótrúlega skjótur.

„Á hverjum degi í þrjár vikur hef ég tekið fullan skammt af hreinu kollageni. [...] Kollagenið er svo að segja bragðlaust og án allra auka- og fylliefna.“

Segir Albert að stundum setji hann það út í vatn og drekki það. Þá fékk hann einnig ráðleggingar um að taka vænan skammt af D-vítamíni. Einnig drakk hann reglulega glas af Mysu sem og orkuríkan kokteil sem innihaldi extra B-vítamín.  

„Ég trúi því að sinna vel næringu, líkamanum og ekki síður andlegu hliðinni hjálpi til við að líkaminn nái skjótum bata og ég verð kominn á fullt strax á nýju ári,“ segir Albert og bætir við að kollagen og kalk hjálpi beinunum að gróa og flýti fyrir batanum. Albert birtir svo uppskrift að Bláberjachiagraut:

Bláberjachiagrautur
1/2 dl chiafræ
1 msk Feel Iceland kollagen
1 1/3 dl vatn
1/4 tsk sjávarsalt
1/2 tsk kanill
2 msk Grísk jógúrt
2 msk bláberjasulta

Blandið öllu saman og látið standa í um 20-30 mínútur.

Nýjast