Fréttir

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Himneska salatið hennar Kaju sem tryllir bragðlaukana, hver munnbiti einkennist af nýju bragði

Ferskmeti, ljúffeng brögð og hollustan er í fyrirrúmi á nýju ári og ekkert er skemmtilegra en að prófa nýja samsetningu þegar við búum okkur til ljúffengt salat. Sjöfn Þórðar heimsótti Karenu Jónsdóttur, sem ávallt er kölluð Kaja, í Matarbúr Kaju á Akranesi og prófaði nýjustu salatblönduna hennar. Upplifun Sjafnar var tryllingslega ljúffeng þar sem bragðlaukarnir nutu sín í botn með hverjum munnbita. Þetta er salat sem enginn má láta framhjá sér fara að njóta. „Það sem einkennir salatið er upplifunin við að borða það en hver munnbiti einkennist af nýju og nýju bragði. Bragð sem kemur skemmtilega á óvart sérstaklega þar sem þetta er salat. VIð notum lífræn hráefni og svo íslenskt ef við náum ekki í lífræn,“ segir Kaja og mjög ánægð með útkomuna. Sjöfn fékk Kaju til að gefa lesendum uppskriftina af þessu dásamlega ljúffenga salati sem er kærkomið að njóta í janúar. Vert er að segja frá því að hægt er að kaupa salatið í Matarbúri Kaju í „Take away“.

Hönnun

Rómantík og hlýleiki við arinn eða kamínu á köldum vetrardögum

Þegar veturkonungur lætur að sér kveða og norðanvindurinn gnauðar í skammdeginu á myrkum vetrarkvöldum fyrir utan gluggann þá er notalegt að setjast niður fyrir framan arininn með góða bók, heitt súkkulaði í bolla á gamla mátann og njóta þess að geta verið inni í hlýlegum húsakynnum. Þannig getum við búið til rómantískt umhverfi sem lætur engan ósnortinn.

Húsráð

Veldu fremur ull í stað gervileðurs í mubblurnar þínar

Þegar við veljum okkur húsgögn og heimilistæki eiga þau að endast árum saman og mikilvægt er að velja vönduð húsgögn sem eru ekki full af eiturefnum. Það er deginum ljósara að vönduð húsgögn kosta sitt fyrir vikið. Mikilvægt er því að vanda valið og kanna gæði vörunnar áður en ráðist er í kaup. Þó gæðavara sé oftast dýrari, í flestum tilvikum, þá endist hún lengur og líkleg til að vera laus við óþarfa eiturefni.

Brynjólfur Halldór Björnsson framkvæmdastjóri verslunarinnar Brynju við Laugaveg 29 verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Verslunin Brynja hefur ávallt verið lykilverslun á Laugaveginum yfir 100 ár

Verslunin Brynja var stofnuð 8. nóvember árið 1919 af Guðmundi Jónssyni, sem var ömmubróðir núverandi eiganda Brynju, Brynjólfs Halldórs Björnssonar. Brynja fangaði því 100 ára afmæli á nýliðnu ári með pomp og prakt og í tilefni þess heimsækir Sjöfn Þórðar, Brynjólf og ræðir tilurð og sögu verslunarinnar sem hefur verið í eigu stórfjölskyldunnar meira og minna í 100 ár. Allt frá byrjun verslunarinnar, rétt eins og nú í dag eru aðal verslunarvörurnar hverskonar járnvörur og verkfæri. „Árið 1919, á fyrstu árum verslunarinnar var hún staðsett við Laugaveg 24, í sama húsi og Fálkinn. Þegar verslunin hafði verið rekin þar í 10 ár, þá festi Guðmundur Jónsson, þáverandi eigandi hennar, ömmubróðir minn, kaup á húsinu númer 29 við Laugaveg, þar sem Marteinn Einarsson hafði áður verið með sína verslun, en hann reisti stórhýsið þar sem nú er til húsa Kirkjuhúsið,“ segir Brynjólfur sem hefur staðið vaktina í Brynju í áratugi og gerir enn. Áhugaverður þáttur í kvöld þar sem sagan bak við Brynju er sögð og húsakynnum hennar eru gerð góð skil.

Linda Lyngmo verkefnastjóri hjá Íslandsbanka verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Undanfarin misseri hefur fólk í auknum mæli endurfjármagnað húsnæðislánin sín

Undanfarin misseri hafa vextir lækkað og aðgengi að lánsfé fyrir húsnæði orðið gagnsæjara og auðveldara en áður var. Sjöfn Þórðar heimsækir Lindu Lyngmo verkefnastjóra hjá Íslandsbanka og ræðir nánar um endurfjármögnum á húsnæðislánum, hvað það þýðir, þróunina og helstu ástæður þess að einstaklingar sækja um endurfjármögnun á húsnæðislánum sínum. „Undanfarin ár hefur fólk í auknum mæli endurfjármagnað húsnæðislánin sín og hjá Íslandsbanka hefur hlutfallið undanfarin 2-3 ár verið um 50% af öllum lánveitingum,“ segir Linda og hvetur einstaklinga að verða meðvitaða og fylgjast vel með markaðinum.

Matarást Sjafnar

Hulunni svipt af uppskriftinni af frumlegustu brauðtertu ársins 2019

Í þættinum Fasteignir og Heimili á dögunum heimsótti Sjöfn Þórðar frumkvöðlana Atla Stefán Yngvason og Kristján Thors heim til Atla í Stakkholtið og fékk þá til að svipta hulunni af verðlaunabrauðtertu sinni sem hefur vakið mikla athygli. Atli Stefán og Kristján báru sigur úr býtum fyrir frumlegustu brauðtertu ársins 2019 í Brauðtertukeppninni sem var haldin af Brauðtertufélagi Erlu og Erlu í samstarfi við Menningarnótt og listakonurnar Tönju Leví og Valdísi Steinarsdóttur á Menningarnótt 2019. Þeim er margt til lista lagt og það má með sanni segja að tilurð þessara brauðtertu sé hin frumlegasta og hugmyndin af skreytingunni er söguleg. „Þegar við fórum í hugaflug að leita að hugmyndum hvernig við gætum skreytt brauðtertuna og tengt hana við hraðfisk, þá kom upp hugmyndin um skreið og skreiðarfánann hans Jörundar hundagakonungs,“ segir Atli Stefán. Sjöfn fékk að sjálfsögðu að smakka brauðtertuna og naut þess. „Bragðið kemur verulega á óvart og bragðlaukarnir nutu sín í botn, ég hefði aldrei getað giskað á hvað er í þessari brauðtertu í fyrstu atrennu,“ sagði Sjöfn eftir smökkunina. Hér er uppskriftin komin í öllu sínu veldi.

Hönnun

Koparinn kemur sterkur inn aftur

Koparinn hefur undanfarið verðið að koma sterkur inn á heimilin og margir hönnuðir hafa lagt ryðfría stálið, krómið og fægða nikkelið til hliðar í bili. Það var áberandi á nýliðnu ári og virðist koparinn koma sterkur inn á nýju ári, 2020. Það kemur skemmtilega á óvart hvað messing eða koparinn er hlýr og fíngerður valkostur til móts við stálið, krómið eða nikkelið og kallar ekki síður fram glæsileika til að mynda eins og inni á baðherbergjum. Dimmir og skaplyndir litir hafa líka átt sterka endurkomu á vettvangi innanhússhönnunar undanfarið.

Ingólfur Geir Gissurason löggiltur fasteignasali hjá Valhöll verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Sala fasteigna tók kipp í lok ársins og nýja árið lítur vel út fyrir fasteignakaupendur

Líflegt hefur verið á fasteignamarkaðinum á árinu sem var að líða og margir þættir hafa áhrif á kaup og sölu á fasteignamarkaðinum. Sjöfn Þórðar heimsækir Ingólf Geir Gissurason löggiltan fasteignasala á fasteignasölunni Valhöll og fær hann til að gera upp árið 2019 á fasteignamarkaðinum og spá í stöðuna á nýju ári. „Sala fasteigna tók kipp í lok árs eftir ákveðna kyrrstöðu síðastliðið sumar, það var eins og fólk heldi að sér höndum um tíma,“ segir Ingólfur Geir.

Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri PFAFF verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Unga fólkið vill koma í veg fyrir fatasóun og saumavélarnar aftur orðnar þarfaþing fyrir heimilin

Vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu hvað varðar nýtingu á fatnaði og fólk er farið að nýta sér notaðan fatnað í enn meiri mæli. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri hjá PFAFF er ein þeirra sem vill leggja lóð á vogarskálarnar og gera sitt til að sporna gegn fatasóun og er iðin við að kaupa notaðar flíkur og gera þær að sínu. „Með saumavélinni er hægt að gera nýja flík úr gamalli flík og það er líka hægt að breyta flík eftir sínu höfði,“ segir Margrét sem þegar á nokkrar vandaðar gæða flíkur hún fékk á fatamörkuðum og hefur gert að sínum með góðri útkomu.

Hönnun

Straumar og stefnur í hönnun garða á nýju ári

Nú er árið 2019 að baki og nýtt ár runnið upp, árið 2020. Margir fasteignaeigendur huga að hinum ýmsu verkefnum í byrjun árs sem tengjast fasteigninni og velja sér draumaverkefni. Eitt af þeim verkefnum sem margir huga að í ársbyrjun er garður heimilisins og hvaða straumar og stefnur eru í gangi á nýju ári þegar kemur að garðhönnun, hönnun palla skjólgirðinga og svo framvegis. Teymið hjá Urban Beat, Björn Jóhannsson og samstarfsfólk hans hafa farið yfir liðið ár og velt fyrir sér straumum og stefnum nýja ársins. Hvað skyldi teymið hjá Urban Beat telja að muni einkenna árið 2020?

Hugmyndin að skreytingunni á frumlegustu brauðtertunni er komin frá skreiðfánanum hans Jörundar hundadagakonungi

Hönnuðurinn Frederik Bagger er þekktur fyrir hágæða danska hönnun þar sem fagurfræðin er í forgrunni

Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán

Nýársfagnaður með trufluðum blinis með þeyttum geitaosti og hunangi

Eftirrétturinn á gamlárskvöld er hápunktur matarársins hjá Önnu Björk

Uppskriftir: Frönsk súkkulaðikaka með berjum og þeyttum rjóma og Marengsbomba með Dumble karamellusósu sem hitta í mark

Þvoið gluggana í næsta vatnsveðri

Jóla- og hátíðarkokteillinn í ár sem gestirnir missa sig yfir

Uppskrift: Flottasta Jólabrauðtertan sem sögur fara af

Steiktu rjúpubringurnar og hreindýrið hennar Hrefnu Rósu eru þvílíkt lostæti - Toppaðar með rósmarín einiberjasósu sem enginn stenst