Sveitarfélögin okkar

Davíð Stefánsson skrifar:

Sveitarfélögin okkar

Við sem viljum sterkari sveitar­fé­lög hljótum að fagna stefnu­mótun í mál­efnum sveitar­fé­laga til ársins 2033 sem Al­þingi sam­þykkti í síðustu viku. Megin­stefið er sjálf­bærar byggðir um land allt. Því eru sett lág­marks­við­mið um í­búa­fjölda sem eru 250 árið 2022 og 1.000 árið 2026. Við það eflist stjórn­sýslan og tæki­færi skapast til betri þjónustu. Það er mikil­vægt fyrir lýð­ræði, sam­fé­lags­þátt­töku og vald­dreifingu. Sterkari geta sveitar­fé­lögin tekið við fleiri verk­efnum frá ríkinu og veitt þjónustu í eins miklu ná­vígi við íbúa og kostur er. Þannig mynda þau meira mót­vægi við sterkt mið­stjórnar­vald lög­gjafar- og fram­kvæmdar­valds.

En eitt er stefna, annað fram­kvæmd. Eftir er að út­færa ein­stakar að­gerðir, meðal annars varðandi lág­marks­í­búa­fjölda og stór­aukinn fjár­hags­legan stuðning við sam­einingar sveitar­fé­laga. Eitt erfiðasta verk­efnið verður breytt verka­skipting ríkis og sveitar­fé­laga. Þar þarf að verja sjálfs­stjórn sveitar­fé­laga og rétt til að ráða á eigin á­byrgð, verk­efnum og fjár­hag. Enn er ó­út­fært hvernig hægt sé að styrkja tekju­stofna sveitar­fé­laga og auka fjár­hags­lega sjálf­bærni þeirra.

Þá er það í anda Evrópu­sátt­mála um sjálfs­stjórn sveitar­fé­laga, sem Ís­land á aðild að, að hvetja til stór­aukinnar þátt­töku íbúa í á­kvarðana­töku með beinum eða raf­rænum í­búa­kosningum. Það þarf að út­færa.

Fimm­tán sveitar­fé­lög, eða um 20 prósent sveitar­fé­laga, eru nú að ræða mögu­lega sam­einingu við ná­granna sína eða að klára sam­einingar­ferli. Auk þeirra sveitar­fé­laga sem þegar hafa sam­þykkt sam­einingu á Aust­fjörðum eru fimm í Rang­ár­valla­sýslu og Vestur-Skafta­fells­sýslu í ó­form­legum við­ræðum. Fjögur í Austur-Húna­vatns­sýslu eru í við­ræðum líkt og Þing­eyjar­sveit og Skútu­staða­hreppur.

Saman ná þessi sveitar­fé­lög yfir um 42 prósent af land­rými Ís­lands en eru einungis með tæp 4 prósent íbúa landsins. Gangi sam­einingar eftir mun sveitar­fé­lögum fækka um 11 og eftir verða 61 árið 2022.

Skiljan­lega hefur á­greiningur verið um lág­marks­fjölda íbúa sveitar­fé­laga. Þrátt fyrir rekstrar­hag­ræði með stærri einingum er hætt við að jaðar­byggðir upp­lifi skerðingu þjónustu og á­hrifa á á­kvarðana­töku.

Þótt sam­þykktur lág­marks í­búa­fjöldi sé skyn­sam­legur dregur það ekki úr mikil­vægi vald­dreifingar og sjálfs­stjórn sveitar­fé­laga. Það er því á­huga­vert að fylgjast með sveitar­fé­lögum á Aust­fjörðum þar sem sam­eina á stjórn­sýslu en ekki byggðir. Með fjöl­kjarna­sveitar­fé­lögum munu í­búar varð­veita sér­kenni eigin sam­fé­laga, sjálfs­mynd og á­hrif á nær­um­hverfi. Sér­­­ein­kenni byggða þarf ekki að tapast með aukinni sam­vinnu og nýju nafni sveitar­fé­lagsins. Þriggja manna „heima­stjórnum“ verður komið á með kosningum tveggja full­trúa auk eins frá sveitar­stjórninni.

Þessi vald­efling byggða­kjarna og nær­sam­fé­lags er í anda svo­kallaðrar ná­lægðar­reglu, en í því felst að þjónustu eigi að veita í eins miklu ná­vígi við íbúa og kostur er. Þetta byggir á þeirri lýð­ræðis­hugsun að fólkið í landinu eigi rétt til þess að hafa bein á­hrif á nær­um­hverfið. Stefnum þangað.

Birtist áður í Fréttablaðinu.

Nýjast