Líf okkar Kjartans hefur að mestu snúist um að kaupa vín og bíða fyrir utan salerni

Brynjar Níelsson skrifar:

Líf okkar Kjartans hefur að mestu snúist um að kaupa vín og bíða fyrir utan salerni

Það kallar á mikla þolinmæði hjá okkur Kjartani Ólafssyni, fisksölumanni, að þvælast um alla Ítalíu með sex miðaldra konur í farteskinu. Þeim er umhugað um jörðina og lifa eftir kjörorðinu „Save water, drink wine.“

Nú er svo komið að víða er vínskortur á Ítalíu og hvítvín nánast ófáanlegt. Líf okkar Kjartans hefur að mestu snúist um að kaupa vín og bíða fyrir utan salerni. Stífar æfingar hafa ekki styrkt blöðruna í þeim. Þetta er nú allt smámál miðað við ferðir í „outlettin.“

Það eru ólýsanlegar ferðir og mætti halda að þær hafi hingað til ekki átt annað til að klæðast en laufblöð. Það er ekki einfalt að panta sendibíl á Ítalíu, get ég sagt ykkur.

Nýjast