GÓÐIR VINIR LÉTU LÍFIÐ: MINNING ÞEIRRA MUN LIFA

Anna Kristjánsdóttir skrifar:

GÓÐIR VINIR LÉTU LÍFIÐ: MINNING ÞEIRRA MUN LIFA

Á nýársnótt ársins 1970 kom ég til Bíldudals á varðskipi og fór beint á ball. Þegar komið var á ballið í Baldurshaga, samkomuhúsi Bílddælinga kom til mín maður og kvartaði yfir því að ég sæti með skipafélögum mínum til borðs, ég átti að sitja með þeim. Ég færði mig snarlega á milli borða.

Á ballinu á nýársnótt áttum við gott samtal, Hreiðar skipstjóri, Gunnar vélstjóri og Erlendur sem ég þekkti frá árum áður en auk þess voru þrír aðrir sem ég þekkti ekki vel. Þetta voru fagnaðarfundir. Þeir voru nýbúnir að ráða sig á bát frá Tálknafirði og hamingjan blasti við þeim.

Tíu dögum síðar fórst Sæfari BA-143 með allri áhöfn, þar á meðal þeim þremur sem ég þekkti frá fyrri tíð og komu aldrei heim aftur.

Það eru komin 50 ár frá þessum hræðilega atburði og ég minnist hans enn. Þarna fórust góðir vinir.

Það var erfitt að taka þátt í leit að þeim, vitandi að þeir voru komnir yfir í Sumarlandið.

Minning þeirra mun lifa.

 

Nýjast