Játa syndir mínar: allt mér að kenna

Dagur 157 - Treyjan.

Ég játa syndir mínar og iðrast. Þetta er allt mér að kenna.

Ég hefi löngum þótt einstaklega áhugalaus um boltaíþróttir, hefi ekki mætt á völlinn á fótboltaleik síðan 1990 og á Íslandi síðan Valur burstaði Benfica með 0-0 einhvern tímann í fyrndinni. Hópsálin lætur samt ekki að sér hæða og áður en ég vissi af var ég farin að fylgjast með handboltaleikjum ásamt fleira fólki þar sem Bar-Inn sýndi beint frá handboltamóti í Svíþjóð. Því hefi ég fylgst með risi og falli íslenska landsliðsins í handbolta síðustu dagana.

Fyrstu leikirnir fóru vel og ég sá að sjálfsögðu báða. Þegar Ísland mætti Ungverjalandi og Ísland í vænlegri stöðu kom ung kona á Bar-Inn íklædd treyju merktri KSÍ. Þegar leiknum lauk varð konan svo sár að hún fór úr treyjunni og færði mér hana að gjöf.

\"\"

Svo spiluðu Íslendingar á móti tiltölulega auðveldum andstæðing, Slóveníu. Ég mætti á Bar-Inn íklædd nýfenginni treyjunni. Þegar langt var liðið á leikinn og Ísland fimm mörkum undir læddi ég mér úr treyjunni og faldi hana í töskunni. Þá loksins tókst Íslendingum að minnka aðeins muninn og Slóvenar unnu með aðeins þriggja marka mun.

Muna að horfa aldrei aftur á landsleik í handbolta í treyju merktri fótboltaliði KSÍ.