Fylgishrun ríkisstjórnarinnar sem nýtur stuðnings 39%

Fylgishrun ríkisstjórnarinnar sem nýtur stuðnings 39%

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR hafa stjórnarflokkarnir tapað 10 þingmönnum á kjörtímabilinu. Stuðningur við stjórnina er kominn niður í 39%. Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt könnun MMR sem tekin var dagana 13. til 19. desember.

Vinstri græn bíða afhroð og tapa 4 þingmönnum, fara úr 11 Alþingismönnum í 7 þingmenn. VG er númer sex í röðinni að þingstyrk en var í öðru sæti við síðustu kosningar haustið 2017. Ólafur Gunnarsson, Ari Trausti, Bjarkey Olsen og einn úr Reykjavík féllu samkvæmt þessu.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar 3 þingmönnum og fengi stuðning 20% kjósenda. Út af Alþingi féllu því Birgir Ármannsson, Vilhjálmur Árnason og Óli Björn Kárason.

Framsókn nyti stuðnings 8,3% kjósenda og tapaði 3 þingsætum, þar á meðal þingsæti Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra.

Samfylking bætir við sig 3 þingsætum, Viðreisn bætir einnig við sig 3 mönnum og Píratar 2 sætum. Þannig fjölgar þingmönnum Evrópusinnaðra flokka um átta.

Miðflokkur bætir við sig þremur mönnum, Flokkur fólksins félli af þingi en Sósíalistaflokkurinn rétt næði inn á Alþingi og fengi 3 fulltrúa.

Þessi niðurstaða hlýtur að valda stjórnarflokkunum þremur miklum ugg.
Þeir fá samkvæmt könnuninni makleg málagjöld enda veldur ferill stjórnarinnar miklum vonbrigðum meðal kjósenda eins og þessi könnun leiðir skýrt í ljós.

Nýjast