Verður Herdís Fjeldsted næsti bankastjóri Arion?

Verður Herdís Fjeldsted næsti bankastjóri Arion?

Ýmsar hugmyndir hafa verið nefndar varðandi næsta bankastjóra Arion-banka en Höskuldur Ólafsson er að láta af störfum eins og fram hefur komið.

 

Herdís Fjeldsted, fyrrverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur verið orðuð við starfið. Hún á sæti í bankaráði Arion og er því öllum hnútum kunnug varðandi rekstur og málefni bankans.

Hún þótti standa sig ákaflega vel í starfi framkvæmdastjóra Framtakssjóðsins. Hún býr yfir dýrmætir reynslu af störfum á fjármálamarkaði og sem stjórnarmaður í bankanum.

 

Ýmsir aðrir hafa einnig verið nefndir til sögunnar. Þar á meðal Sigurður Viðarsson forstjóri TM hf. Hann hefur prýðilega stjórnunarreynslu og þykir hafa verið farsæll í störfum sínum. Bent er á að Stoðir eiga nú um 5% hlutafjár í bankanum, mest íslenskra aðila. Stoðir hafa verið í nánu samstarfi við TM og Sigurð.  

 

Einnig má gera ráð fyrir að bankaráð Arion kynni að hafa áhuga á reyndum bankamönnum eins og Árna Þór Þorbjörnssyni framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans eða Ármanni Þorvaldssyni bankastjóra Kviku. Þó er ólíklegt að þeir hefðu áhuga á starfinu enda gengur þeim báðum ákaflega vel þar sem þeir starfa í dag.

 

Ætla má að ekki komi aðrir til greinaí stöðu bankastjóra Arion en þeir sem hafa farsælan feril að baki á fjármálamarkaði.

Nýjast