Þarf sjómannadag? Þarf flugmannadag?

Þarf sjómannadag? Þarf flugmannadag?

Enn á ný upplifum við þessa gömlu hefð sem í nútímanum er því miður bara gömul della. Hér er verið að tala um sjómannadaginn. Löngu úrelt fyrirbæri.

Sú var tíð að allt snèrist um sjávarútveg á Íslandi. Þá lifði þjóðin á fiski. En nú eru aðrir tímar. Sjávarútvegur er vitanlega mikilvægur en skiptir engu meginmáli lengur. Skiptir þó máli. Nú er ferðaþjónusta langmikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Þar á eftir iðnaður og nýsköpun. Verslun og þjónusta skilar svo sínu til þjóðarbúsins. Í fjórða sæti kemur svo sjávarútvegurinn.

Er þá lengur við hæfi að halda einhvern sérstakan sjómannadag? Eru ekki allir dagar “sjómannadagar” þegar gefur til veiða?

Eða þarf nú að hafa sérstakan dag vegna fólksins í ferðaþjónustu? Flugmannadag? Eða dag allra þeirra sem þrífa á veitingastöðum eða skipta á rúmum hótelgesta? Eða er það ekki nógu fínt?

Hvað um iðnaðinn sem leggur þjóðinni nú meira til en sjávarútvegur. Dagur iðnaðarmannana, eða hvað? Eiga múrarar að standa fyrir koddaslag og kappróðri eins og virðist vera orðið inntak sjómannadagsins?

Hættum þessu bulli. Hættum einnig því bulli að hafa “verslunarmannahelgi” þar sem allir eiga frí nema verslunarmenn!

Tökum þetta allt af dagskrá og höldum frekar vel upp á almenna frídaga allra landsmanna.

Nýjast