Fréttir

Höllin loksins seld: Brynhildur keypti hús Smára – Sjáðu myndirnar

Hinn reyndi fjölmiðlamaður og foringi Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári Egilsson og eiginkona hans, Alda Lóa Leifsdóttir settu glæsilegt einbýlishús við Fáfnisnes 3 á sölu árið 2017. Það var þá til sölu á 125 milljónir. Húsið sem byggt er árið 1969 þykir einstaklega fallegt en það er 244 fermetrar að stærð. Þess má geta að húsið var kosið það fegursta í höfuðborginni árið 1973.

Var viss um að hann væri staddur í Reykjavík: Handtekinn á Akureyri

Karlmaður var handtekinn á Akureyri í annarlegu ástandi klukkan fimm í morgun. Maðurinn hafði farið inn í heimahús í bænum og höfðu húsráðendur samband við lögregluna. Þekktu íbúar hússins ekkert til mannsins. Mbl.is greinir frá.

Jörð skelfur nærri Grindavík: Tveir skjálftar yfir þremur á milli Þorbjörns og bæjarins

Í nótt klukkan 4:31 varð jarðskjálfti sem var 3,5 að stærð nálægt Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn varð 1,9 km norðan af Grindavík og Veðurstofunni bárust tilkynningar um að fólk hefði orðið vart við skjálftann. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og kl. 4:59 varð jarðskjálfti sem var 3,2 að stærð.

Sár og svekkt eftir heimsókn í Hörpu: „Þetta var hreinlega eins og í fjósi“

Hjón af höfuðborgarsvæðinu sem ekki vilja láta nafn síns getið höfðu fjárfest í miða á tónleikana Í brekkunni sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpu síðast liðna helgi. Aðkoma þeirra á salerni Hörpunnar og viðmót starfsfólks varð til þess að upplifun þeirra þetta kvöld var algjörlega óboðleg.

„Þá varð myrkur um miðjan dag og sandfallsvetur á Íslandi“ - Eldbruni orðið á Reykjanesi frá fjöru til fjalla

Eldvirkni á Reykjanesi er lotubundin og þá telja vísindamenn hana geta staðið yfir í allt að 400 ár. Þetta er haft eftir Ármanni Höskuldssyni, eldfjallafræðingi og rannsóknarprófessor við HÍ á Viljanum.

Steingrímur flutti í glæsihýsi í Kópavogi: Kostaði skattgreiðendur 27 milljónir árið 2019 – Fær húsnæðisstyrk og 22 milljónir í laun

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, kostaði skattgreiðendur 27 milljónir á síðasta ári. Alþingi hefur nú birt allar launagreiðslur fyrir árið 2019. Þar kemur í ljós að Steingrímur var með rétt tæpar 22 milljónir í laun á síðasta ári. Hann fékk tæpar 200 þúsund krónur í jólabónus og fékk einnig net og síma greiddan sem og tæplega 450 þúsund í fastan starfskostnað.

Köttur lokaður ofan í tösku og hent í ruslið á Reykjanesi: „Hver myndi eiginlega gera svona við dýrið.“

Köttur fannst í lokaðri tösku í ruslatunnu í dag við Ásbrú í Reykjanesbæ. Það var íbúi sem fann köttinn þegar hann var að fara út með ruslið. Þegar hann kom að ruslafötunni heyrði hann mikil mjálm úr henni og ákvað að kíkja ofan í hana. Fann hann þar þá lokaða tösku þar sem kötturinn var í. Var farið með hana strax til Villikatta í Reykjanesbæ og nágrennis þar sem dýralæknir skoðaði köttinn. Í samtali við Hringbraut segir Silja Ýr Markúsdóttir, sjálfboðaliði hjá samtökunum, að kötturinn hafi líklega sem betur fer ekki verið ofan í ruslatunnunni.

Ritstjóri Skessuhorns og Víkurfrétta mæta í Ritstjórana í kvöld:

Auðvitað er það pólitík að vilja ekki framgang frjálsra fjölmiðla

Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns setur heldur betur í brýrnar þegar talið berst að stöðu einkarekinna fjölmiðla í Ritstjóraspjalli kvöldsins á Hringbraut og segir það auðvitað ekkert nema pólitík að vilja ekki framgang frjálsra fjölmiðla.

Dagur gaf Stefáni meðmæli: „Gangi þér allt að sólu“

Stefán Ei­ríks­son er nýr út­varps­stjóri. mun taka við stöðunni á eftir Magnúsi Geir Þórðar­syni, sem er sjálfur tekinn við sem Þjóð­leik­hús­stjóri. Frá þessu var greint á vef Fréttablaðsins. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Í Reykjavík, greinir frá því að hann hafi gefið Stefáni meðmæli þegar eftir því var leitað. Frá þessu greinir Dagur á Facebook-síðu sinni um leið og hann óskar Ríkisútvarpinu til hamingju með ákvörðunina.

Snædís Snorradóttir í Flúðasveppi og Listasafn Árnesinga

Þættirnir hafa notið vinsælda hjá áhorfendum fyrir miðlun sína á skemmtilegum afþreyingum, námi og nýungum í íslensku samfélagi.

Kínverjar versluðu öndurgrímur í heimabyggð: Tæmdu lager BYKO í Kópavogi - „Ég hef að sjálfsögðu hugsað til þeirra“

Mynd dagsins: Hvar eru allir bílarnir?

Páll fékk 22 milljónir við starfslok: Ólína reið: „Stekkur eins og gammur yfir ólýsanlegan harm fólks sem misst hefur barnið“

Gunnar Birgisson ráðinn: „Ég fór í tékk hjá lækni“

Tómas er látinn: Ungur og skapandi með mikla hæfileika: „Við munum aldrei gleyma honum“

Hringbraut talar við konurnar sem eiga sviðið

Guðríður var barin á aðfangadag, missti seinna sambýlismann og sonur hennar lést – „Hann dó áður en hann fékk að lifa“

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónuveirunnar - Upp kom grunur um tilvik hér á landi

Skandinavískur stíll í forgrunni og pastellitir í miklu uppáhaldi

Mynd dagsins: Gunni Helga biðst afsökunar