Fréttir

Myndir dagsins: Er veðrið verra á Spáni en á Íslandi?

Fólk talar varla um annað en veðrið þessa dagana á Íslandi en það er ekki bara slæmt hér. Þetta sést á myndum sem Íslendingar á Spáni deila í samnefndum Facebook hópi. DV tekur saman en ljóst er að veðurfarið mun eflaust koma ferðalöngum á óvart.

Þetta sagði Katrín fyrir þremur árum: Nú segir hún þetta – „Svona er nú staðfestan í stjórnmálunum“

Benedikt Jóhannesson gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur harðlega á Facebook. Hann deilir frétt Fréttablaðsins þar sem forsætisráðherra segir mögulegt sé að setja á laggirnar stjórn yfir Landspítala. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokks, gerði rekstur Landspítalans að umtalsefni á fyrsta þingfundi ársins. Benedikt bendir á misræmi í málflutningi Katrínar. Hann segir:

„Við bara gleymdum þessu og þá byrjar kæruleysið". 21 í kvöld: Halldór Halldórsson og Reynir Traustason

Afhentu yfir 11 þúsund undirskriftir í minningu Guðrúnar Ögmundsdóttur - Segja þúsundir barna vera beitt ofbeldi á Íslandi

UNICEF á Íslandi afhenti í dag Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, undirskriftir 11.430 Íslendinga úr nýlegu ofbeldisvarnarátaki samtakanna sem bar yfirskriftina Stöðvum feluleikinn. Afhendingin fór fram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Taktu þátt í könnun: Hver verður ríkislögreglustjóri?

Sjö um­sóknir bárust um em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra sem aug­lýst var laus til um­sóknar. Um­sóknar­frestur rann út 10. Janúar. Neðst í umfjöllun geta lesendur tekið þátt í könnun um hverjir þeir telja að ætti að vera ráðin.

Krefst þess að Dagur B. axli pólitíska ábyrgð: Saka borgina um að dreifa villandi upplýsingum

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Stéttarfélagið Efling segir að samninganefnd Reykjavíkurborgar hafi dreift villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá Ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt var fram 16. janúar síðastliðinn og hafi þannig brotið bæði trúnað og lög.

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Urban Beat verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Nú geta tilvonandi viðskiptavinir gengið um húsið, kringum það og farið upp á loft í teikningunni gegnum sýndarveruleika

Það má með sanni segja að Björn Jóhannsson landslagsarkitekt og teymið hans hjá Urban Beat séu ávallt er með puttann á púlsinum og skrefi lengra þegar kemur að hönnun og útfærslu garða, palla og einingahúsa með nýjustu tækni. Með nýjustu tækninni hjá Urban Beat er hægt að ferðast um teikningarnar eins við séum stödd í þeim. Hvernig má það vera? Sjöfn Þórðar heimsækir Björn og fær frekari innsýn í það nýjasta sem hann og teymið hans eru að bartúsa þessa dagana. „Urban Flex húsið sem við hönnuðum fyrir hann Elias Fells í Arno.is, eingingahúsið er komið út sem tölvuleikur. Nú geta tilvonandi kaupendur fengið leikinn með sér á USB lykil og hlaðið inn í tölvuna sína. Svo geta þeir gengið um í rólegheitunum um húsið, kringum það og upp á loft,“ segir Björn og er alsæll með þessa nýju viðbót. Missið ekki af áhugaverðri heimsókn til Björns í kvöld, þar sem Sjöfn hoppar inn í sýndarveruleikann.

Nadia Katrín Banine löggiltur fasteignasali, innanhússráðgjafi og hönnuður verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Mikilvægt er að undirbúa eign vel fyrir sölu og myndatöku og nokkur atriði ber að hafa í huga

Það er mjög mikilvægt að vanda til verka þegar á að sýna eign og/eða vera með opið hús. Það er bæði hægt að gera eignina söluvænlegri og hækkað hana í verði með því að undirbúa eignina þína vel fyrir sýningu og opið hús. Sjöfn Þórðar hittir Nadiu Katrínu Banine fasteignasala, sem einnig er innanhússráðgjafi og hönnuður og fær hana til að gefa fasteignaeigendum nokkur góð heilræði þegar sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kemur að því að setja eign á sölu, í myndatöku og hafa opið hús. „Fyrsta upplifun væntanlegs kaupanda er lykilatriði. Smáatriðin skipta máli og tiltekt er nauðsynleg,“ segir Nadia Katrín. Meira um heilræðin hennar Nadiu Katrínu í þættinum í kvöld.

Guðni dansaði og söng með „Ég er kominn heim“ – Myndband

Guðni Th. Jóhannesson hrósar í dagbókarfærslu sinni björgunarsveitarfólki fyrir störf sín á Flateyri. Þá sótti hann samverustund vegna flóðanna. Þar hélt Guðni ræðu og sagði meðal annars:

Ósk Gabríella er látin: „Þakka fyrir all­ar fórn­irn­ar, öll bros­in, öll tár­in og alla hlýj­una“

Ósk Gabrí­ella Bergþórs­dótt­ir fædd­ist á Akra­nesi 1. sept­em­ber 1948. Hún lést eft­ir stutta bar­áttu við krabba­mein á sjúkra­hús­inu á Akra­nesi 11. janú­ar 2020. Ósk Gabríella gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var einnig móðir Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins.

Jón: „Það teljast svik við alla landsmenn“

Sölvi minnist bróður síns: „Högni væri gífurlega stoltur af mér ef hann væri á lífi“

„Enda ætlum við að nota ungbörn sem gísla til að brjóta upp kjarasamninga á landsvísu“

Nýtt teymi innan Þjóðkirkjunnar mun taka á öllum ofbeldismálum innan hennar

Egill um hinn braskvædda húsnæðismarkað: „Hugsanlega skot langt yfir markið“

„Við sem þjóð gætum aldrei fyrirgefið okkur“

Uppskrift: Himneska salatið hennar Kaju sem tryllir bragðlaukana, hver munnbiti einkennist af nýju bragði

Stefán Ólafsson segir aðeins einn mann geta keppt við Guðna í kosningunum í sumar

Sósíalistaflokkurinn undirbýr framboð í öllum kjördæmum í næstu þingkosningum

Erum við búin að gleyma hvað gerðist síðast þegar bannað var að tala niður hluti?