Bubbi minnist bróður síns: „mikið sakna ég hans“ - himininn grætur

„Arthúr bróðir hefði orðið 72 ára í dag mikið sakna ég hans og hugsa till hans oftar en ekki. Hann var kraftaverk. Fæddist svo löngu fyrir tíman að það var með ólíkindum að hann lifði. Hann var mér ætíð stoð og stytta í svo mörgu. Hafði mikil áhrif á mig til góðs og ól uppí mér tónlistarsmekk sem hefur dugað.“

Þetta segir Bubbi Morthens á Facebook-síðu sinni þar sem hann minnist og syrgir eldri bróður sinn, Arthúr Morthens. Arthúr þótti hann einstaklega djúpgáfaður og hlýr. Hann var vel kunnur fyrir áratuga störf sín í þágu skólamála á Íslandi, þar sem hann átti meðal annars stóran þátt í stefnumörkun fræðsluyfirvalda.

 Bróðir hans hefði orðið 72 ára í dag en hann lést þann 27. Júlí árið 2016. Bubbi skrifaði nokkrum dögum eftir andlát hans.

\"\"„Arthúr var alltaf risinn í lífi mínu.“

Arthurs lét um margt gott af sér leiða í þjóðfélaginu. Hann kom að undirbúningi og stofnun Barnaheilla en Arthur varð annar formaðurinn í sögu samtakanna í byrjun níunda áratugarins. Á þeim tíma varknúið  á um ýmsar úrbætur, ekki síst á sviði barnaverndar, sem sannarlega skiluðu árangri undir stjórn Artúrs.

Þá segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir:

„Ég kynntist Artúri þegar við sátum bæði í stjórn SVR (Strætó) fyrir mörgum árum. Sérstaklega ljúfur og góður samstarfsmaður og félagi. Blessuð sé minning hans.“

Í frétt DV frá árinu 2016 má sjá Bubba minnast bróður síns eins og honum einum er lagið en þá birt Bubbi myndskeið þar sem sjá má hann taka hinn þekkta blússlagara The Sky is Crying frá árinu 1959.

Lagið hefur verið flutt af fjölda þekktra listamanna í gegnum tíðina sem hafa þá túlkað það á sinn hátt, þar á meðal Stevie Ray Vaughan, Eric Clapton og Etta James.

Hér fyrir neðan má sjá Bubba syngja The Sky is Crying fyrir Arthúr en flutningurinn hefur snert við mörgum. Bubbi segir:

„Í minningu stóra bróður: f: 27.1.1948.d.27.7.2016. Arthúr var alltaf risinn í lífi mínu.“