Bubbi: „Hverskonar þjóðfélag er það sem getur ekki fyrirgefið, við öll höfum gert mistök“

Bubbi: „Hverskonar þjóðfélag er það sem getur ekki fyrirgefið, við öll höfum gert mistök“

Viðbrögð við nýrri uppistandssýningu Björns Braga Arnarssonar hafa verið afar blendin á samskiptamiðlum. Björn Bragi tilkynnti að hann ætli að standa fyrir nýrri sýningu á Instagram. Heiti sýningarinnar er Björn Bragi Djöfulsson.

DV greindi frá því að nokkuð væri um mótmæli á Twitter. Þar spurðu sumir hvers konar samfélagi við búum í þar sem maður sem kynferðislega áreitir unglingsstúlku geti í raun fengið uppreist æru og fengið tækifæri á nýjan leik í uppistandi. DV greindi fyrst frá tilvist myndbandsins í október í fyrra. Átti atvikið sér stað eftir skemmtun hjá KPMG á Akureyri, en Björn var veislustjóri þar.

Bubbi Morthens kemur Birni Braga til varnar og telur að uppistandarinn eigi að fá tækifæri á nýjan leik. Hann hafi beðist afsökunar á því sem hann gerði. Bubbi segir:

„Hverskonar þjóðfélag er það sem getur ekki fyrirgefið við öll höfum gert mistök og þið sem teljið ykkur hafa ekki gert mistök bíðið bara þau munu koma. Björn Bragi hefur sannarlega viðurkennt sín og beðið fyrirgefningar komon.“

Þá segir Bubbi á öðrum stað: „... að útiloka fólk vegna þess að það er hálfviti og fer yfir strikið, á ekki að þýða það að við útilokum fólk frá vinnu.“

Nýjast