Brynjar tekur siðmennt til bæna: það lærir enginn íslensku sem les ekki biblíuna“

„Þetta er alveg vonlaus félagsskapur að mínu viti og einhver sá vitlausasti á landinu nú um stundir.“

Þessi orð lét Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fjalla um Siðmennt á Alþingi í dag þar sem rætt var um samning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Stundin greinir frá því að samningurinn tryggi greiður frá ríkissjóði til þjóðkirkjunnar upp á 2,7 milljarða fyrir næstu 15 árin.

Brynjar sagði að vernda ætti og styðjaþjóðkirkjuna

„Þetta er kristinn söfnuður, við erum kristin menningarþjóð. Svo eiga menn líka bara að lesa biblíuna þó þeir hafi enga trúarsannfæringu. Þó ekki nema til þess að læra íslensku! Það lærir enginn íslensku sem les ekki biblíuna.“