Brúni karamellumolinn í mackintosdollunni allur

Brúni karamellumolinn sem notið hefur talsverða vinsælda og vill gjarnan vera fyrsti molinn til þess að klárast úr Mackintoshdollunni er ekki lengur á boðstólum.

Í staðinn er kominn skærgulur moli sem inniheldur súkkulaðihjúpaða saltkaramellu. Þessu greindi Morgunblaðið frá í dag.

„Við höfum ekki fengið nein viðbrögð enn. Þetta kom bara svona úr framleiðslunni fyrir jólin. Ég stjórna þessu ekki,“ segir Ásgeir Magnússon, vörumerkjastjóri hjá Danól sem flytur sælgætið inn í samtali við Morgunblaðið.

\"\"

Ljóst er að margur Íslendingurinn verður því nokkuð sár þessi jól að fá ekki að gæða sér á uppáhaldsmolanum sínum en að sögn Ásgeirs telur hann ólíklegt að breytingarnar muni hafa áhrif á neyslu Mackintosh um jólin. Samkvæmt honum klára Íslendingar um hundrað tonn af Mackintosh um hver jól.