Bretarnir þorðu ekki að sýna chaplin

“Það er mjög djarft að fjalla um þetta á kómískan hátt”, segir Siggi Sigurjóns um leikritið Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu og gerð er eftir kvikmynd Charlie Chaplin  á millistríðsárunum árið 1940. Siggi Sigurjónsson er í hlutverki Chaplin, leikur rakarann minnislausa og Hinkel einræðisherra.  Hann er í gegnum alla sýninguna ýmist rakarinn orðfái eða einræðisherrann. Níu leikarar eru í sýningunni og margir leika fleiri en eitt hlutverk.

Það fer enginn í spor Charlie Chaplin segir Siggi “ Það er alveg útilokað, þannig að það er eins gott að átta sig á því strax. Ég ætla mér ekkert að fara í skóna hans”.

En um efnið sjálft? Siggi segir að grínið hafi greitt leiðina að alvarlegu máli: “Eina leiðin til að fjalla um Hitler var að gera grín að honum”

Andi þöglu myndanna er umlykjandi sýninguna Einræðisherran sem sýnt er á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu og byggir á sígildri Chaplin mynd frá 1940 þar sem einræðisherrar og þeirra slekti er dregið sundur og saman í háði.

Leikgerðin og leikstjórnin er í höndum Danans Nikolajs Cederholms. Fleira danskt leikhúsfólk kemur að sýningunni. Sögusviðið er lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og millistríðsárin, einræðisherrann Hinkel undirbýr að taka yfir heiminn.

Chaplin virtist hafa séð lengra en aðrir og skrifar verkið um ofsóknir Nasista gegn gyðingum þegar einungis óljós teikn voru á lofti um það sem varð.