Björn birti mynd af Ásdísi Rán og miðaldra karlmenn kepptust við að niðra hana – „Skömm er að!“

Björn birti mynd af Ásdísi Rán og miðaldra karlmenn kepptust við að niðra hana – „Skömm er að!“

Björn Birgisson sem margir í Grindavík þekkja fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum.  Er hann mjög þekktur í bæjarfélaginu. Hann er sagður óhræddur við að láta skoðanir sínar  í ljós á samfélagsmiðlum og hefur hann ítrekað ratar í fjölmiðla hér á landi.

Nýverið birti Björn, sem er fyrrum kennari, mynd á samfélagsmiðlinum Facebook af fegurðardrottningunni Ásdísi Rán þar sem hann spyr hvort um sé að ræða fegurð eða grínmynd. Í kjölfar myndbirtingarinnar tók hópur fólks sig til og setti út á og gerði lítið úr útliti Ásdísar. Í þræðinum er bæði gert grín að útliti hennar sem og persónu. Þar eru karlmenn í meirihluta en helst eru það konur sem kona Ásdísi til varnar. Þau sem taka upp hanskann fyrir Ásdísi segja umræðurnar ljótar og segja þær birtingarform eineltis.

Sjálfur segist Björn aldrei hafa sett út á náttúrulegt útlit fólks, en af skrifum hans má greinilega lesa að í lagi sé að setja út á það fólk sem farið hefur í lýtaaðgerðir en Björn segir :

„Öll gervimennska "meiðir" mig. Sjónrænt er þetta einfaldlega sláandi asnalegt að mínu mati - og þú getur ekkert gert í því máli!“

Sævar Helgason segir um Ásdísi: „Afmynduð vesalingurinn.“ „Ferlegt þegar fallegar stúlkur eru að láta silíkon í varir sínar baraópríði,“ segir Heimir Guðjónsson og Hjalti Þór Þorkelsson spyr hvort ekki sé greinilegt að bótox og silíkon séu í aðalhlutverki í útliti Ásdísar. Þess má geta að Ásdís hefur fyrir margt löngu greint frá því opinberlega, oftar en einu sinni, að hún noti boótox.

María Helgadóttir spyr Björn hvort myndbirtingin séu ekki einelti og fordómar og Anna María Sverrisdóttir veltir því fyrir sér hvers vegna verið sé að setja út á útlit fólks. Helgi Einar Harðarson kemur Ásdísi til varnar og segir hana mjög fallega. Hann veltir því fyrir sér hvers vegna Björn hafi sett myndina inn og spurt hvort um grín sé að ræða.

Björn svarar honum þá og segir:

„Fegurðardrottningar verða ekki til hjá lýtalæknum.“

Böðvar Gunnarsson segir við Björn að hann vilji að börnin sín og barnabörn læri að vera virðingu fyrir fólki hvernig sem það er. Fólk eigi að fá að vera það sjálft svo framarlega sem það skaði ekki aðra.

Þá stígur Ragna Gestsdóttir fram en hún starfar sem blaðamaður hjá Mannlíf. Hún kveðst ekki geta orða bundist vegna færslunnar og athugasemdanna og segir:

„Hér er tekin mynd af þekktri konu og fullorðnir einstaklingar keppast um að niðra hana fyrir útlit hennar, sem hún hefur sjálf valið sér. Sama hvort hún hefur farði í aðgerðir eða ekki. Það má vel vera að Ásdís Rán sé ekki allra, en ég hef aldrei nokkurn tíma heyrt hana tala um eða skrifa illa um nokkra aðra manneskju. Skömm er að!“

Fleiri miður falleg ummæli má lesa um Ásdísi. Þá eru það konur sem taka frekar upp hanskann fyrir Ásdísi.

Í almennum hegningarlögum: 233. gr. a. segir: „[Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.] 1)] 2)“

Nýjast