Björgunarsveitarfólk bjargaði konu úr sjálfheldu

Rétt fyrir sex í kvöld var óskað eftir aðstoð björgunarsveita vegna konu sem er í sjálfheldu ofarlega í Vífilsfelli, sem er nálægt þjóðveginum við Sandskeið. Konan var ein á ferð og ekki slösuð, hún er ágætlega búin að eigin sögn. Í fjallinu er snjór og svellbunkar inn á milli og því þarf að fara að öllu með gát.

Óskað var eftir björgunarsveitarfólki af höfuðborgarsvæðinu sem er sérþjálfað í björgun í fjalllendi. Mikil áhersla var lögð á að tryggja öryggi björgunarmann sem héldu á fjallið og eins konunnar þegar henni var bjargað úr sjálfheldunni.

Fyrstu hópar björgunarfólks voru komin að rótum fjallsins um sjöleitið í kvöld. Björgunarsveitarmenn komu svo stuttu seinna að konunni þar sem þau undirbjuggu hana fyrir gönguna niður. Komið var upp línu til að styðjast við niður hlíðar fjallsins. Komust allir niður fjallið heilir að höldnu.