Björgúlfur við starfsfólk Samherja: „Við eigum ekki að vera að hlusta á neikvæðar fréttir um félagið“

Björgúlfur við starfsfólk Samherja: „Við eigum ekki að vera að hlusta á neikvæðar fréttir um félagið“

Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, ræddi við starfsfólk fyrirtækisins á starfsmannafundi í nýrri fiskvinnslustöð Samherja á Dalvík síðastliðinn fimmtudag. Þorsteinn byrjaði að segja á fundinum að fréttir um meintar mútugreiðslur og annað sem við kemur starfsemi Samherja í Namibíu vera „árás á starfsmenn Samherja“. Hann hafi ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja til að vernda starfsfólk fyrirtækisins.

Vísir greinir frá þessu, en fréttamaður Stöðvar 2 var á fundinum. Í fréttaskýringarþátturinn Kveikur og Stundin hafa greint frá því að Samherji hefi greitt umfangsmiklar mútugreiðslur í Namibíu. Er sagt og fyrirtækið hafi greitt namibískum stjórnmálamönnum mörg hundruð milljónir króna til þess að tryggja sér kvóta í landinu.

„Mér finnst að þessum árásum á ykkur og annað starfsfólk Samherja á Íslandi, sem hefur staðið sig vel, því verði að linna. Þess vegna vonast ég til þess að með því í að stíga sjálfur til hliðar, og þá axla ábyrgð á hugsanlega einhverju sem að hefur verið misfarið í Afríku, þá sé hægt að beina ábyrgðinni að mér. Allavega tímabundið á meðan við erum að fara yfir þessi mál,“ sagði Þorsteinn við starfsmenn fyrirtækisins.

Þorsteinn hélt því einnig fram að fyrirtækið hefði gert allt rétt í skattamálum. En í fréttaskýringum Kveiks og Stundarinnar er sagt að félagið hafi notast við aflandsfélög til að koma fjármunum frá Namibíu.

„Ég veit það þó að í sumum málum þá höfum við gert rétta hluti. Eins og í skattamálum og ýmsu öðru. Sem er mikilvægt.“

Björgólfur Jóhannsson, núverandi forstjóri Samherja, tók einnig til máls á fundinum og sagði að starfsfólk ættu ekki að vera hlusta á neikvæðar fréttir um fyrirtækið.

„Við eigum að vera stolt af því að vinna hjá Samherja, við eigum ekki að vera að hlusta á neikvæðar fréttir um félagið, sem að margar hverjar eru ekki réttar. Þannig að það er mikilvægt að við stöndum saman og förum út og séum stolt af því að vinna hjá þessu félagi.“

Nýjast