Bíður spennt eftir bolludeginum og elskar að baka bollur og fyllar þær með ómótstæðilegum fyllingum sem enginn stenst

Nú styttumst óðum í bolludaginn góða og af því tilefni ætlar Sjöfn Þórðar að heimsækja Berglindi Hreiðars, sem er meistari í því að baka og skreyta sælkerakökur, í eldhúsið. Berglind ætlar að baka fyrir okkur bollur og gefa okkur hugmyndir af ljúffengum fyllingum í bollurnar sem enginn stenst.  Berglind er óhrædd að prófa sig áfram með nýjar fyllingar og er sérstaklega hrifin að nota alls konar ber í fyllingarnar ásamt ýmsu öðru góðgæti.  „Ég á enga mína uppáhaldsbollu, mér finnst þær allar góðar en mér þykir best að toppa lokin á bollunum með þykku súkkulaðiglassúrskremi,“ segir Berglind sem er orðin spennt að halda næsta bolludagskaffi. 

\"\"

Það er ekki bara bragðið sem er ómótstæðilega ljúffengt á bollunum hennar Berglindar, heldur eru þær líka svo fagurlega skreyttar og heilla gestsaugað upp úr skónum.  Meira um bollurnar hennar Berglindar í þættinum í kvöld. Uppskriftirnar af bollunum ásamt fyllingunum hennar Berglindar munu síðan birtast á vef Hringbrautar á morgun, þriðjudag.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30 og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.