Bergþór og Gunnar Bragi sekir: Fallast á niðurstöðu siðanefndar

Bergþór og Gunnar Bragi sekir: Fallast á niðurstöðu siðanefndar

Forsætisnefnd Alþingis féllst fyrr í dag á mat siðanefndar Alþingis að Bergþór Ólafsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, hefðu brotið siðareglur með ummælum sínum á klaustri þann 20. nóvember.

Þá telur siðanefnd að þingmennirnir Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefðu ekki gerst brotleg við siðareglur. 

Þingmennirnir sjálfir hafa gagnrýnt harðlega vinnubrögð og niðurstöðu siðanefndar í bréfum sem Morgunblaðið birti í morgun á vef sínum.

Í niðurstöðu siðanefndar sagði: „Eins og áður grein­ir get­ur hátt­erni sem telst ósiðlegt eða óviðeig­andi af hálfu þings­ins kastað rýrð á Alþingi og skaðað ímynd þess. Þar und­ir get­ur fallið ósæmi­leg fram­koma eða van­v­irðing er lýt­ur að kyn­ferði, kynþætti eða trú­ar­brögðum. Siðanefnd tel­ur ekki þörf á að greina hvert og eitt atriði í um­mæl­um [Bergþórs og Gunn­ars]. Þau eru öll af sömu rót­inni sprott­in. Þau eru ósæmi­leg og í þeim felst van­v­irðing er lýt­ur að kyn­ferði þeirra kvenna sem um er rætt. Siðanefnd tel­ur þau einnig til þess fall­in að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess, auk þess sem þau sýna Alþingi, stöðu þess og störf­um ekki virðingu.“

Nýjast