Bergþór kosinn formaður: fékk tvö atkvæði – eitt frá sér og annað frá karli gauta

Berg­þór Óla­son þingmaður Miðflokksins verður formaður um­hverfis- og sam­göngu­nefndar. Fundinum lauk nú fyrir stundu. Fréttablaðið greinir frá.

Bergþór hlaut aðeins tvö atkvæði en aðeins tveir tóku þátt í kosningunni. Bergþór sjálfur og Karl Gauti Hjaltason sem einnig er þingmaður Miðflokksins. Aðrir sátu hjá.

Atkvæðagreiðslu var frestað í gær eftir að Björn Leví Gunnars­son, þingmaður Pírata, stakk uppá að Karl Gauti yrði frekar formaður en Bergþór. Enginn í minnihlutanum vildi að Bergþór tæki embættið að sér vegna hegðunar hans á Klausturbar.

Björn Leví sagði í gær:

„Ég er per­sónu­lega að segja að mér finnst að Berg­þór eigi ekki að vera for­maður en ég virði sam­komu­lagið alveg. Fyrst að það er annar Mið­flokks­maður í nefndinni finnst mér frekar að hann eigi að vera for­maður. Þannig ég stakk frekar upp á Karli Gauta enda er hann mjög hæfur í þetta.“