„ekki segja neitt“

Nú er tveir mánuðir síðan sjón­varpið fjallaði um meint af­brot ís­lensks fyr­ir­tæk­is í Afr­íku. Ekki er of djúpt í ár­inni tekið að segja að þjóðin hafi verið sleg­in eft­ir þátt­inn. Frétt­ir bár­ust af því að nokkr­ir hefðu í kjöl­farið verið hand­tekn­ir í Namib­íu, ráðherr­ar þurftu að segja af sér og kunn­ug­ir segja að enn sé þetta mál stöðugt í umræðunni þar í landi.

Fjár­málaráðherra Íslands tjáði sig um málið: „Auðvitað er rót vand­ans í þessu til­tekna máli veikt og spillt stjórn­kerfi í land­inu. Það virðist vera ein­hvers kon­ar rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“ Hér vís­ar ráðherr­ann til þess að Namibía hafi kallað yfir sig ósköp­in með veiku og spilltu stjórn­kerfi.

Fyr­ir réttri viku var ég í sam­kvæmi með hópi virðulegra manna á sjö­tugs­aldri. Það kom mér á óvart að í þess­um hópi var brosað að um­mæl­um ráðherr­ans. Jafn­framt greini­legt að flest­ir viðmæl­end­anna voru sann­færðir um að á Íslandi yrði ekk­ert frek­ar gert með málið. Það yrði þagað í hel.

Sjálf­ur hef ég trú á því að hér á landi sé hvorki spillt né sér­lega veikt stjórn­kerfi. Þar til bær yf­ir­völd munu ör­ugg­lega rann­saka málið ofan í kjöl­inn og ákveða svo hvort þau telja ástæðu til frek­ari aðgerða. En viðbrögð fé­laga minna eru lýs­andi um þá trú, eða öllu held­ur van­trú, sem Íslend­ing­ar hafa á stjórn­völd­um. Tor­tryggn­in ræður ríkj­um. Og kannski ekki skrítið, því að hefðbundn­ir ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafa langa reynslu af því að sveipa erfið mál þagn­ar­hjúpi.

Margir hafa skilið ummælin á þann veg að ráðherran vilji ekki gagnrýni á sína stjórnun

Ný­lega sagði heil­brigðisráðherra á fundi með lækn­aráði Land­spít­al­ans: „Ég verð bara að nota tæki­færið hér og segja við lækn­aráð, að það er tölu­verð áskor­un fyr­ir ráðherra að standa með Land­spít­ala þegar koma álykt­an­ir á færi­bandi sem tala um það að þessi stofn­un sé nán­ast hættu­leg.“ Marg­ir hafa skilið um­mæl­in á þann veg að ráðherr­ann vilji ekki fá gagn­rýni á sína stjórn­un. Sá skiln­ing­ur er eðli­leg­ur miðað við hve viðkvæm­ir stjórn­mála­menn eru oft­ast fyr­ir gagn­rýni. Þeir sem segj­ast vera með þykk­an skráp verða oft­ast sár­ast­ir, ef út á störf þeirra er sett. En auðvitað má líka hugsa sér að ráðherr­ann hafi hrein­lega verið bú­inn að fá nóg af því að þeir, sem ættu að halda gæðum ís­lenska heil­brigðis­kerf­is­ins á lofti, gerðu stöðugt lítið úr því.

Umræðuhefð get­ur verið með ýms­um hætti, en eitt er víst. Án umræðu verða eng­ar fram­far­ir. Þögg­un er virkt stjórn­tæki þeirra sem vilja verja sérrétt­indi. Á ferðum mín­um um landið sem stjórn­mála­maður varð ég bara einu sinni fyr­ir dóna­leg­um viðtök­um. „Eig­andi“ lít­ils sjáv­ar­pláss sagði mér að minn mál­flutn­ing­ur ætti lít­inn hljóm­grunn í sín­um bæ. Síðast hefði einn íbúi kosið Viðreisn. Það myndi ekki end­ur­taka sig.

Boðskap­ur­inn var skýr: Ég kæri mig ekki um að „mín­ir þegn­ar“ heyri svona tal og fái nýj­ar hug­mynd­ir.