Bára eyddi Klaustursupptökunum við hátíðlega athöfn – Sjáðu myndbandið

Bára eyddi Klaustursupptökunum við hátíðlega athöfn – Sjáðu myndbandið

Bára færir sönnur á eyðingu / Mynd: Skjáskot
Bára færir sönnur á eyðingu / Mynd: Skjáskot

Á dögunum komst stjórn Persónuverndar að þeirri niðurstöðu að upptaka Báru Halldórsdóttur á samræðum sex þingmanna Miðflokksins á Klaustur bar í nóvember síðastliðnum hafi brotið gegn persónuverndarlögum. Báru var ekki gert að greiða sekt en þurfti að eyða upptökunum. Það gerði hún í gær við mikla og skoplega viðhöfn á Gauknum.

Bára var sú eina sem þurfti að eyða upptökunum og efndi því til viðburðar á Gauknum í gær sem hún kallaði Báramótabrennuna. Í lýsingu á viðburðinum kom meðal annars fram að lögfræðingar Báru myndu sjá um að skrásetja viðburðinn og að valdir kaflar upptökunnar yrðu kvaddir sérstaklega.

„Ókeypis inn og óminnismjöður og samviskuskot verða á tilboði, sömuleiðis kokkteill kvöldsins, Blackout36. Það má koma með eigin upptökutæki og vera í dulargervi. Við hvetjum þó fólk til að reyna að vera meira sexý en í fyrra,“ sagði einnig í lýsingu á viðburðinum.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, var viðstaddur Báramótabrennuna og náði á myndband þegar Bára eyddi upptökunum formlega á dramatískan hátt. Deildi hann myndbandinu á Twitter-síðu sinni:

Nýjast