Átta milljónir á einu ári frá skattgreiðendum í utanlandsferðir fyrir Steingrím J.

Átta milljónir á einu ári frá skattgreiðendum í utanlandsferðir fyrir Steingrím J.

Ferðakostnaður Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, nam rétt rúmum átta milljónum árið 2018. Þá var kostnaður skattgreiðenda vegna utanlandsferða þingmanna rúmar 52 milljónir.

Samtals fóru rúmar 60 milljónir frá skattgreiðendum í ferðalög fyrir alþingismenn það sama ár. Kjarninn greinir frá. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar óskaði eftir svörum frá Steingrími.  

Samtals nemur heildar ferðakostnaður þingmanna og forseta Alþingis yfir hálfum milljarði, eða 557 milljónum á tíu ára tímabili, milli 2009 til 2018.

Nánar er fjallað um málið á vef Kjarnans.

Nýjast