Atli Magnús­son er látinn

Atli Magnús­son er látinn

Atli Magnús­son er látinn, 74 ára að aldri. Hann lést á heim­ili sínu í Hafnar­f­irði aðfaranótt 14. júní. Atli var fæddur árið 1944 og var mikilsvirtur þýðandi. Atli læt­ur eft­ir sig einn son og fjögur barna­börn. 

Atli þýddi margar bækur sem teljast til heimsbókmennta, svo sem bækur eftir Scott Fitzgerald, Josep Conrad, Thomas Hardy, Truman Capote og Johannes V. Jensen. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins en þar segir:

„Hann var stór­an hluta starfsæv­inn­ar tengd­ur prent­miðlum fyrst í prófarkalestri á Þjóðvilj­an­um og síðar blaðamaður á Tím­an­um hvar hann starfaði í yfir 20 ár. Meðfram blaðamennsku lagði Atli stund á ritstörf og eft­ir hann liggja ótal þýðing­ar og viðtals­bóka.“

Atli  starfaði í tæp 30 ár í Lúðrasveit Verka­lýðsins og er heiðurs­fé­lagi sveit­ar­inn­ar. Einnig ritstýrði Atli Sjó­manna­blaðinu Vík­ingi um ára­bil og starfaði um skeið sem dagskrárfull­trúi á Rík­is­út­varp­inu.

Nýjast