Áslaug ósátt við Kristjón: Sökuð um að sýna eldri manni dónaskap - „Þetta hef ég aldrei sagt við nokkurn mann“

Áslaug ósátt við Kristjón: Sökuð um að sýna eldri manni dónaskap - „Þetta hef ég aldrei sagt við nokkurn mann“

Maður að nafni Kristjón Benediktsson sem áður hefur ratað í fréttir, sakaður um netníð, heldur fram að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sýnt af sér óviðeigandi hegðun. Sakar Kristjón Áslaugu um að hafa verið dónaleg við eldri mann. Frásögn Kristjón hefur farið á nokkuð flug og fær Áslaug fyrir ferðina hjá fjölmörgum notendum á samskiptamiðlum. Kristjón skrifar:

„Stúlkukindin sem er ritari Sjálfstæðisflokksins hitti nýverið gamalreyndan eldri mann; burðarstoð í flokknum og öflugur grasrótarliðsmaður. Alltaf unnið vel fyrir sinn flokk. Þessi ágæti maður lýsti áhyggjum af núverandi stöðu mála.“

Kristjón bætir við að þá hafi Áslaug sagt: „Mér gæti ekki staðið meira á sama hvað þér finnst“

Kristjón heldur fram að nafnlausi Sjálfstæðismaðurinn hafi sjálfur greint honum frá þessu. Þá segir Kristjón að lokum: Hann var allt að því klökkur, honum fannst þetta svo leiðinlegt að flokkurinn hans væri kominn í þessa stöðu. En þetta orðaval hennar er víst í miklu uppáhaldi hjá henni. Kannski er þetta allt hvítvínið með humrinum.“

Áslaug birtir yfirlýsingu á Facebook-vegg sínum vegna ásakananna og kveðst ekki geta rætt við Kristjón á hans síðu eða svarað þar. Í yfirlýsingunni segir:

„Það er ekkert að málefnalegum ágreiningi og gagnrýni en ég dreg mörk við ósannindi. Ég veit ekki hvor þeirra á sök á þeim, Kristjón eða þessi meinti máttarstólpi í Sjálfstæðisflokknum, en í það minnsta er þetta hér með leiðrétt. Kveðja Stúlkukindin.“

Eins og áður segir hefur Áslaug fengið skammir og verið uppnefnd á síðu Kristjón í kjölfarið. Er þetta sagt lýsa henni vel, hún er sögð hrokafull og m.a. uppnefnd þunnildi og kjáni. Fáir koma henni til varnar, en Gísli Freyr Valdórsson, fjölmiðlamaður segir:

„Ég er þess fullviss að þetta sé helber lygi Kristjón. Áslaug er ekki vön því að tala svona við nokkurn mann. Ég sé ekki alveg tilganginn í því að dreifa svona óhróðri.“

Nýjast